fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Fókus

Draumur Binna rættist í nótt þegar hann talaði við heimsfræga stjörnu

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 3. apríl 2020 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Brynjar Steinn, eða Binni Glee eins og hann er betur þekktur, fékk draum sinn uppfylltan í nótt þegar hann spjallaði við átrúnaðargoðið sitt, Patrick Starrr.

Patrick Starrr er ein stærsta samfélagsmiðlastjarnan í dag. Hann er með um 4,5 milljón fylgjendur á YouTube og 4,7 milljón fylgjendur á Instagram.

Patrick Starrr.

Í nótt var Patrick Starrr að tala við aðdáendur sína á miðlinum Omegle. Binni ákvað að láta slag standa og fara í röðina  Eftir rúmlega tuttugu mínútur birtist Patrick skyndilega á skjánum hjá Binna og hann vissi ekki hvert hann ætti að fara.

„Ég missti það. Ég trúði þessu ekki. Ég varð rauður í framan og byrjaði að titra ógeðslega mikið. Ég gat varla talað. Þetta var draumur,“ segir Binni.

„Það fyrsta sem ég sagði var„ég elska þig svo mikið.“ Ég var bara í sjokki. Ég trúði ekki að ég væri að tala við Patrick Starrr, bara guð minn góður,“ segir hann.

„Ég er búinn að vera aðdáandi hans í mörg ár, síðan ég fékk áhuga á förðun um 2014-2015. Ég var að horfa á förðunarmyndbönd á YouTube þegar ég rakst á hann og tengdi strax mikið við hann. Hann er filipeyskur, ég er hálf-filipeyskur. Hann er í stærri stærð, ég er í stærri stærð. Hann er samkynhneigður, ég er samkynhneigður. Hann veitir mér innblástur og er fyrirmyndin mín.“

Binni vissi ekki hvert hann ætlaði að fara.

Sagðist vera frá Íslandi

Binni sagði Patrick að hann væri frá Íslandi, en stjarnan heimsótti Ísland í september 2018.

„Svo sagði hann að ég væri myndarlegur og krúttlegur. Og ég þakkaði fyrir og eiginlega bara missti það. Við ræddum aðeins um Ísland og Akureyri. Ég sagði honum að hann veitti mér innblástur og ég væri með sama stíl og hann. Ég sýndi honum fötin mín og hann kallaði á Fabian, sem er framkvæmdastjórinn hans, til að sýna honum fötin.“

Í lok samtalsins sagði hann: „Þegar ég kem til Íslands verðum við að hittast.“ Sem mig langar auðvitað að gera því hann er átrúnaðargoðið mitt.

Draumur Binna rættist þegar hann spjallaði við Patrick Starrr.

Íslenski Patrick Starrr

Binni var þegar í áfalli en það náði ákveðnu hámarki þegar Patrick Starrr kallaði hann „hinn íslenska Patrick Starrr.“

„Þegar ég sýndi honum fötin mín sagði hann að ég væri hinn íslenski Patrick Starrr. Ég reyndi að missa það ekki þegar hann sagði það en ég var að farast. Því ég er það. Fólk hefur alveg sagt þetta við mig síðan ég byrjaði á samfélagsmiðlum. Fólk hefur sagt að ég sé líkur honum og það fær sömu strauma frá mér og honum,“ segir Binni.

„Þetta er besta hrós sem ég hef fengið í lífinu. Þegar Patrick Starrr sjálfur segir að ég sé hinn íslenski Patrick Starrr þá hefur draumurinn ræst.“

Binni ætlaði ekki að trúa þessu. Hann er ennþá í sjokki.

Ennþá í sjokki

Binni hefur ekki enn farið að sofa síðan hann spjallaði við Patrick.

„Ég var í ótrúlega miklu sjokki. Ég er ekki ennþá farinn að sofa því ég er enn að hugsa um þetta. Pældu í því að hafa fengið að tala við átrúnaðargoðið þitt sem þú ert búinn að fylgjast með í mörg ár. Þetta er bara draumur. Ég gæti ekki beðið um meira,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 6 dögum

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku

Ekki þurrt auga í salnum eftir flutning fjórtán ára blindrar stúlku
Fókus
Fyrir 1 viku

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn

Eva Ruza kennir þér að stífla ekki vaskinn
Fókus
Fyrir 1 viku

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag

Tímavélin: Íslenskar auglýsingar sem myndu aldrei sjást í dag
Fókus
Fyrir 1 viku

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur

Dagur í lífi Söru Sigmundsdóttur