fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Brotnaði niður í kjölfar ákæru um skattsvik: „Við bara skiljum þetta ekki“

Tobba Marinósdóttir
Laugardaginn 18. apríl 2020 09:08

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svanhvít Tryggvadóttir og Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, eru einstaklega jákvæð og kraftmikil hjón. Dóttir þeirra greindist með krabbamein aðeins fjögurra mánaða gömul svo að heimilið var sett í sóttkví í heilt ár. Í dag standa hjónin í erfiðum málaferlum og vita í raun ekki hvort þau verða heimilislaus þegar yfir lýkur.

Svanhvít opnar sig í viðtalinu um skattarannsókn sem hefur haldið fjölskyldu hennar í heljargreipum í rúmlega þrjú ár. Sú rannsókn hefur líklega farið framhjá fáum en meðlimir Sigur Rósar hafa verið sakaðir um að svíkja undan skatti og hafa málaferli vegna þessa gengið á milli dómstiga landsins í að verða fjögur ár.

Meðfylgandi er brot úr viðtali við þau hjón úr helgarblaði DV þar sem þau segja sögu sína.

„Þetta er í raun og veru þannig að við ákváðum að vera með lögheimili á Íslandi og greiða alla okkar skatta hingað. Við kunnum ekkert á það og réðum því erlent stórfyrirtæki með útibú á Íslandi til að sjá um okkar mál. Við vorum þar með virtan endurskoðanda sem svo ákveður eftir nokkur ár að fara frá fyrirtækinu og stofna sitt eigið. Við ákváðum að fylgja honum enda hafði allt bara gengið vel, eða svo héldum við. Við erum að borga fyrir þjónustu sem við kunnum ekki á og svo kemur þetta reiðarslag. Það var bara allt í volli.

Ég veit ekki einu sinni hvernig hann fór að þessu en hann hafði ekki verið að gera hlutina rétt og já, við vorum bara gapandi. Það höfðu bara ekki verið staðin skil á okkar málum.“

Allir meðlimir Sigur Rósar voru með sama endurskoðanda og lentu allir í málaferlum. Hver meðlimur er rannsakaður sér og endurskoðandinn sér.

„Þetta var rosalegt andlegt sjokk og í raun algjör rússíbani. Við gerum fyrst bara grín að þessu og gerum okkur engan veginn grein fyrir umfanginu. Við bara skiljum þetta ekki. Svo tekur þetta allt svo langan tíma og maður fer úr því að hlæja og dembist niður rússíbana og fer úr því að gera grín og yfir í að komast ekki fram úr á morgnana.“

Á þessum tíma var Svanhvít að vinna við upptökur á íslenska sjónvarpsþættinum Ráðherranum en var algjörlega í kjallaranum andlega. „Ég reyndi að girða mig í brók og mæta á tólf tíma vakt og búa til gott sjónvarpsefni. Það var á köflum mjög erfitt og það kom dagur sem ég brotnaði algjörlega niður. Ég er ákaflega þakklát samstarfsfólki mínu í Ráðherranum sem hélt þétt utan um mig á þessum tíma.“

Lesið meira um Svanhvíti og baráttuna við skattinn í nýju helgarblaði DV. Meðal annars sjá þau hjónin fram á möguleikann að missa allt.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun