fbpx
Miðvikudagur 12.ágúst 2020
Fókus

Sjáðu viðtal við fimmtán ára Hildi: „Ég vil að stelpur séu þær sjálfar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 10. febrúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker.

„Til stelpnanna, til kvennanna, til mæðranna, til dætranna, sem heyra í tónlistinni rísa upp að innan; látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar,“ sagði Hildur í þakkaræðu sinni.

Svo virðist sem jafnréttisbaráttan, og staða kvenna í tónlist, hafi snemma verið henni hugleikin. Í viðtali við tímaritið Veru í febrúar 1998 ræddi hún um gamaldags ímynd kvenna og kröfur samfélagsins.

„Ætli ég hafi ekki hætt að vera puntudúkka þegar ég var 7 ára gömul. Þá sneri ég baki við bleikum krúsídúllum og Barbí og fékk önnur áhugamál. Af hverju, veit ég ekki. Ætli maður hafi ekki bara verið að uppgötva heiminn betur og séð að hann einskorðast ekki við háfætta, ljóshærða dúkku með blá augu,“ sagði Hildur.

Hildur var 15 ára og nemandi í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði þegar viðtalið var tekið. Meðfram skóla stundaði hún sellónám við Tónlistarskóla Reykjavíkur og var söngkona í hljómsveitinni Woofer.

Sjá einnig: Hildur á eftirsóttum lista Vogue – Í hópi með Penelope Cruz og Scarlett Johansson

Í viðtalinu ræðir hún um útlitskröfur stúlkna og tilfinningavanda stráka. Greinilegt að Hildur vissi alveg hver hún væri þegar hún var aðeins fimmtán ára gömul.

„Auðvitað er eðlilegt að huga að útlitinu en því miður finnst mér stelpur oft ganga einum of langt. Það er með ólíkindum hvað þær geta verið uppteknar af ytra útliti. Rassinn er svona, lærin ómöguleg og heilmiklar vangaveltur eru um það hvort hafa eigi hátt eða lágt tagl þann daginn. Mér finnst strákar ekki í þessum endalausum útlitspælingum,“ sagði Hildur.

Sjá einnig: Þetta höfðu útlendingar að segja um sigur Hildar – Ósátt karlremba – „Nú þarf ég bara að læra að bera fram nafnið hennar“

Aðspurð af hverju hún heldur að stelpur séu uppteknara af útlitinu en strákar svaraði Hildur:

„Að mínu mati eru stelpur með lélegri sjálfsímynd en strákar og þær eru óöruggari með sig. Kannski er það ekkert skrýtið því fjölmiðlar hamast enn við að demba yfir okkur gamaldags ímynd af konum. Skilaboðin eru að við eigum að vera fallegar, grannar og góðar. Sú mynd sem dregin er upp af karlmönnum í fjölmiðlum er aftur á móti sú að þeir séu svalir töffarar og tilfinningalausir bjánar. Oft á tíðum komast strákar upp með að haga sér þannig.“

Blaðamaðurinn spyr þá Hildi hvaða ályktun hún dregur frá því að sjálfsmorðstíðni sé mun hærri hjá drengjum en stúlkum á Íslandi.

„Þrýstingurinn um að standa sig er mun meiri á þá en á stelpur. Það hlýtur að vera erfitt fyrir þá ef þeir standast ekki þessar almennu kröfur þjóðfélagsins. Strákar eiga oft á tíðum mjög erfitt með að tjá sig. Stelpur eru mun opnari, ræða málin meira og fá stuðning frá vinkonum sínum. […] Allir stjórnast að einhverju leyti af þeim straumum sem eru í gangi, en ég vil að stelpur séu þær sjálfar. ÞÆR eiga að ákveða hvernig þær eiga að vera eða hvað þær eiga að borða en ekki láta aðra gefa sér viðmið.“

Þú getur lesið allt viðtalið hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Neyðaróp um kvöld

Sakamál: Neyðaróp um kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri

Svona eiga þau saman – Andstæður laðast hvor að annarri
Fókus
Fyrir 1 viku

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 1 viku

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fókus
Fyrir 1 viku

Svala Björgvins einhleyp á ný

Svala Björgvins einhleyp á ný
Fókus
Fyrir 1 viku

Vertu í fríi í fríinu – Leiðir til að kúpla sig út

Vertu í fríi í fríinu – Leiðir til að kúpla sig út