fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fókus

Miður sín að unnustinn hafi aldrei fengið að hitta föður hennar – Þar til hún fann gamla mynd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 30. desember 2020 10:04

Will og Annie.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annie Howard missti föður sinn úr krabbameini í ágúst 2014. Ári seinna kynntist hún unnusta sínum, Will.

Annie var mjög náin föður sínum og var miður sín yfir því að faðir hennar hafi aldrei fengið tækifæri til að kynnast framtíðar eiginmanni hennar. En það breyttist þegar hún fann gamla mynd af sér, föður sínum og Will. Fabulous Digital greinir frá.

Annie og Will gengu í sama skóla í æsku, frá fjögurra ára til fimm ára aldurs. Síðan flutti Will og fór í annan skóla.

Móðir Annie var að skoða gamlar myndir þegar hún fann mynd af Annie, Will og föður Annie haldast í hendur.

Will, faðir Annie og Annie.

„Mamma hringdi í mig og sagði: „Annie, þú átt aldrei eftir að giska hvað ég fann.“ Hún sendi mér mynd af pabba halda í höndina á mér og Will. Við vorum um fimm ára gömul. Ég tók þessu sem merki frá pabba að Will væri sá eini rétti,“ segir Annie.

„Pabbi hataði alla kærastana mína. Hann átti erfitt með að fela tilfinningar sínar, eins og ég, og þegar honum líkaði illa við einhvern þá var það augljóst. En ég veit að pabba og Will hefði komið vel saman. Þeir eru mjög líkir, þeir elska báðir tónlist og eru báðir með lögfræðigráðu.“

Annie segist velta því fyrir sér hvort að óvæntur fundur með Will hafi verið lokagjöf frá föður hennar.

Annie fann einnig þessa mynd af þeim saman þegar þau voru saman í leikriti.

Will fór á skeljarnar í nóvember síðastliðinn. „Hann bað mín á Blakeney ströndinni í Norfolk, þar sem pabbi eyddi sumrum sínum sem barn og þar sem ösku hans var dreift, þetta var einstök stund,“ segir Annie.

„Ég er svo spennt að giftast Will og ég veit að pabbi mun fagna með okkur í himnaríki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland

Þess vegna mega aðeins ógiftar og barnlausar konur keppa í Miss Universe Iceland
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég neita að fela andlit mitt“

„Ég neita að fela andlit mitt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“

Klikkuðustu beiðnirnar sem hún hefur afgreitt á OnlyFans – „Hafið þið heyrt um Fruit Looping?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns

Azealia Banks gróf upp dauðan kött og eldaði hann – Deildi því með 700 þúsund manns