fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Sjáðu fullveldistónleika Ólafs F. Magnússonar – Guðni Ágústsson kynnir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. desember 2020 21:00

Ólafur F. Magnússon - Aðsend mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn svipmikli tónlistarmaður, læknir, fyrrverandi borgarstjóri og ljóðskáld, Ólafur F. Magnússon, birtir hér með fullveldistónleika sína. Dagskráin var tekin upp í Austurbæjarbíó og sett á Youtube í dag. Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og ljóðalesari á þessari hátíð Ólafs. Glæsilegir tónlistarmenn koma við sögu en við gefum Ólafi orðið, sem hefur þetta að segja um viðburðinn en fyrir neðan má sjá tónleikana í spilaranum:

Það var í byrjun kórónuveirufaraldursins, snemma þessa árs, að ég fór að taka saman ljóð og tónlist til að gefa út á Fullveldisdaginn, sem er ávallt stór dagur í mínu lífi sem ættjarðarvinar. Þetta var þrenns konar: Ljóðabókin – geisladiskurinn – og útgáfutónleikarnir „Staldraðu við“.

Tónleikarnir skyldu ekki aðeins haldnir á Fullveldisdaginn, heldur yrði þeim jafnframt fundinn staður í Austurbæjarbíói, en ég bjargaði bíóinu frá því að verða rifið árið 2003, þar sem R-listinn sálugi hugðist reisa 5 hæða Sovétblokk á rústum bíósins, sem á ríkan sess í menningarsögu borgarinnar frá því áður en ég fæddist.

Ég tefli fram miklum mannauði í liði mínu á þessum tónleikum, þar sem lesin verða ljóð mín og lög mín flutt.

Kynnir og ljóðalesari er er hinn einkar skemmtilegi og skýrmæli fyrrum landbúnaðarráðherra, Guðni Ágústsson.

Söng annast með mér Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir, en hún er jafnframt söngkennari minn. Hún tengist áum mínum í Eyjum, því að hún bjó á æskuárum á Sólvangi, húsinu sem langafi minn, Magnús Jónsson reisti árið 1920. Eitt ljóðanna á þessum tónleikum er einmitt eftir Magnús, langafa minn og ber nafnið „Sumarmorgunn í Herjólfsdal“.

Á tónleikunum annast undirleik á gítara hinn þjóðþekkti tónlistarmaður, Gunnar Þórðarson, og Vilhjálmur Guðjónsson, en sá síðarnefndi hefur hljóðritað öll lög mín, 27 talsins, allt frá árinu 2013.

Vilhjálmi kynntist ég fyrst árið 2013 en Gunnari árið 2003, þegar hljómsveitin Hljómar hélt fertugsafmælistónleika sína í Austurbæjarbíói og lagði mér lið í baráttunni fyrir björgun bíósins.

Ingólfur Magnússon leikur á kontrabassa og er þetta í fyrsta sinn, sem hann ljáir mér lið í tónlistinni.

Þau Guðlaug og Gunnar hafa starfað með mér frá árinu 2015, eins og kvikmyndatökumaður minn, Friðrik Grétarsson.

Öllum ofanrituðum kann ég bestu þakkir fyrir að standa að þessum tónleikum ljóðateiti og gleðidegi í lífi mínu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“