fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Playboy-fyrirsæta látin hylja sig fyrir flug – Niðurlægð fyrir framan son sinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 4. nóvember 2020 08:33

Eve J Marie. Myndir: Jam Press

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir kveðst niðurlægð eftir að reynt var að vísa henni frá borði flugvélar fyrir framan sjö ára son hennar. Ástæðan var fleginn kjóll hennar.

Eve J Marie er Playboy-fyrirsæta, áhrifavaldur og móðir. Hún var á leið frá Dallas til Tulsa með Southwest Airlines (SWA).

Hún segir að eftir að hún hafi komið um borð hafi flugfreyja tilkynnt henni að hún væri að brjóta gegn fatareglum flugfélagsins.

Kjóllinn sem um ræðir. Mynd/Jam Press

Eve, 26 ára, heldur því fram að henni var gert að skipta um föt eða yfirgefa flugvélina. Hún var í flegnum kjól með hlébarðamynstri.

„Ég var niðurlægð og ég skammaðist mín, en ég var líka mjög móðguð þegar þau hótuðu að reka mig frá borði,“ segir Eve í samtali við Jam Press.

„Ég er A-meðlimur flugfélagsins og er með kreditkort hjá flugfélaginu. Ég er með ýmis fríðindi, sem meðal annars leyfa hverjum sem flýgur með mér að fljúga frítt,“ segir Eve og bætir við að viðhorf farþeganna var engu skárri

„Ég fann fyrir fordómum frá kvenkyns farþegunum vegna klæðavals míns. Þær sögðu að brjóstin mín væru of stór. Ég get ekkert af því gert.“

Eve er ekki sátt við flugfélagið. Mynd/Jam Press

Þetta var annað flug Eve þennan dag og hún lenti í engum vandræðum í fyrra fluginu. Hún var ekki með föt til skiptanna og endaði með að fá lánaða peysu frá flugfreyjunni.

Eve segir flugfreyjuna hafa verið mjög miður sín yfir málinu og hafi ráðlagt henni að hafa samband við skrifstofur flugfélagsins vegna atviksins, sem hún gerði. Hún hefur hins vegar ekki fengið nein svör um hverjar fatareglur flugfélagsins séu nákvæmlega, en hún fékk fjórtán þúsund króna inneignarnótu vegna málsins. Eve segir það ekki nóg til að bæta upp fyrir niðurlæginguna sem hún upplifði fyrir framan son sinn.

Málið hefur vakið athygli fjölda fjölmiðla á borð við Independent, NY Post, Wired, Mirror og Fox News.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur