fbpx
Laugardagur 04.desember 2021
Fókus

Brandari Ómars vekur mikla reiði – „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 30. nóvember 2020 13:24

Samsett mynd: Skjáskot úr myndbandinu og af athugasemdunum við myndbandið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem Ómar nokkur birti á samfélagsmiðlinum TikTok hefur vakið mikla umræðu og reiði á miðlinum. Í myndbandinu segir Ómar brandara sem mörgum finnst ekki vera í lagi.

„Það var stelpa sem spurði mig: Af hverju er í lagi fyrir stráka að sofa hjá mörgum stelpum en fyrir stelpur þá er ekki í lagi að sofa hjá mörgum strákum? Ég sagði að það væri rosalega einfalt. Ef þú ert með lykil sem getur opnað marga lása þá ertu með fokking snilldar lykil. En ef þú ert með lás sem margir lyklar geta opnað þá ertu eiginlega bara með ónýtan lás,“ sagði Ómar í myndbandinu.

Ómar virðist hafa gert sér grein fyrir því að brandarinn yrði umdeildur þar sem hann skrifaði eftirfarandi í lýsingu við myndbandið. „Djöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna fyrir þennan brandara.“

Það kom á daginn að Ómar vakti ekki sérlega mikla lukku hjá mörgum með brandaranum. „Okei vá, ég var að vona að við hefðum skilið svona hugsanahátt eftir í árinu 1870. Aumingja drengurinn að eiga svona fáar heilasellur eftir,“ skrifar stelpa nokkur í athugasemd við myndbandið. „Æj drullaðu þér bara aftur í kjallarann hjá mömmu þinni,“ skrifar önnur. „Hahaha svo fyndið að hlutgera konur og slutshamea á appi sem er mest notað af ungum krökkum,“ skrifar síðan önnur í kaldhæðni.

Margir komu Ómari til varnar í athugasemdunum og vildu meina að þetta væri í lagi. „Ég er stelpa og ég hló,“ segir ein. „Hann er ekki að meina þetta, þetta er brandari? Af hverju getum við ekki stundum bara gert grín að hvoru öðru og bara hlegið?“ spyr önnur. „Djöfulsins meistari ahahaha,“ skrifar einn strákur síðan og aðrir taka í sama streng.

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið sem um ræðir:

@omarottarssondjöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna fyrir þennan brandara 😬🤫😅♬ original sound – Ómar Smári Óttarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum

Lék dóttur Jude Law í The Holiday – „Ógeðslega“ athugasemdin sem hún fær frá eldri körlum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“

Vigdís um femínismann sem hún segir „rata í ríkisstjórnina“ – „Mér finnst þetta ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 

Komin með nóg af Will og Jada og skora á fjölmiðla að hætta að skrifa um kynlíf þeirra – „Þetta er ekki mönnum bjóðandi“ 
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“

Stjarna frægasta kynlífsmyndbands tíunda áratugarins leysir frá skjóðunni – „Fullnægingarnar þurftu að vera ekta“