fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Heimsfaraldurinn hefur áhrif á kynlíf – Minna um munngælur og strokur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 22:30

Kynlíf gegn frjókornaofnæmi!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft margvísleg samfélagsleg áhrif en hann hefur einnig haft áhrif á kynlífið hjá mörgum. Síðasta vetur og vor þurftu margir að vera heima, að mestu, vikum saman og vinna að heiman. En varð öll þessi vera heima við til þess að fólk stundaði meira kynlíf?

Þessu reyndu vísindamenn við Kinsey Institute að svara með því að skoða niðurstöður tveggja rannsókna um kynlíf fólks. Báðar rannsóknirnar beindust að því hvað fólk tók sér fyrir hendur í apríl í Bandaríkjunum en þá hafði verið gripið til margvíslegra sóttvarnaraðgerða vegna heimsfaraldursins.

Í annarri rannsókninni kemur fram að um helmingur þátttakendanna stundaði minna kynlíf, nokkru færri höfðu stundað kynlíf í svipuðum mæli og fyrir heimsfaraldur og fimmtungur hafði gefið sér tíma til að stunda meira kynlíf en áður. Þátttakendurnir voru bæði einhleypt fólk og fólk í sambandi.

Í hinni rannsókninni voru allir þátttakendurnir í sambandi. Niðurstöður hennar eru meðal annars að þriðji hver hafði upplifað meiri deilur við hinn aðilann en fyrir heimsfaraldur. Bein tengsl reyndust á milli deilna og áhuga fólks á að faðmast og knúsast og kyssast, það dró úr öllu þessu. Einnig dró þetta úr kynlífsiðkun, fólk snerti kynfæri hvers annars sjaldnar og tíðni munngæla minnkaði. Einnig fékk fólk færri fullnægingar og stundaði minni sjálfsfróun. Því fannst það meira einmana en áður og að það ætti minna sameiginlegt með makanum en áður. Þetta átti sérstaklega við um pör sem bjuggu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli