fbpx
Mánudagur 26.október 2020
Fókus

Sagði skilið við líf sitt sem sóknarprestur og sneri sér að klámiðnaðinum

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 16. október 2020 09:29

Nikole var prestur áður en hún byrjaði að selja nektarmyndir. Mynd/Fabulous Digital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nikole Mitchell ólst upp hjá mjög trúuðum foreldrum. Hún fór í kirkju á hverjum sunnudegi og það kom fáum á óvart þegar hún ákvað að læra guðfræði við háskóla í Ohio.

Þegar Nikole var 36 ára og orðin þriggja barna móðir varð hún enn trúræknari.

Guð fékk allan hennar tíma

„Ég byrjaði í rauninni með Jesús,“ segir hún í viðtali við Fabulous Digital. „Ég var mjög einbeitt og öll mín orka fór til Guðs. Ég hætti alveg að hitta karlmenn. Ég svaf hjá strákum í framhaldsskóla, sem var ömurlegt kynlíf unglinga sem vissu ekkert hvað þeir voru að gera. Þegar ég var í háskóla ákvað ég alfarið að hætta að hitta karlmenn. Ég hvorki kyssti né stundaði kynlíf í sex ár, frá 2001 til 2007,“ segir hún og bætir við að Jesús hafi verið kærasti hennar.

Nikole varði öllum sínum frítíma í að læra biblíuna utan af og fór þrisvar í viku í biblíufræðslu utan skólans.

„Kirkjan var líf mitt. Ég var smá uppreisnargjörn í framhaldsskóla en hætti því til að vera góð stelpa og þóknast öðrum, ég vildi gera það sem var rétt og fylgja orði Guðs.“

Mynd/Fabulous Digital

Elskaði að vera prestur

Nikole segist hafa forðast samband með karlmönnum, bæði vegna þess að hún vildi ekki stunda kynlíf utan hjónabands og hún vildi ekki takmarka tíma sinn með Guði.

Næsta rökrétta skrefið að mati Nikole var að fara í prestaskólann.

Hún kynntist fyrrverandi eiginmanni sínum árið 2009 og eignaðist þrjú börn, sem eru í dag tíu ára, sjö ára og fimm ára.

Fjölskyldan gekk til liðs við evangelíska kirkju og fljótlega var henni boðið starf sem prestur. „Ég elskaði það, mér fannst eins og ég hafi fundið köllun mína,“ segir hún.

Mynd/Fabulous Digital

Vildi tala um hinsegin fólk

En með tímanum tók Nikole eftir því að það vantaði stundum hluta úr predikun hennar. „Ég er af tveimur kynþáttum og vildi deila upplifun minni af því og sem móður, en kirkjan var ekki svo hrifin. Ég varð fyrir rosalegum vonbrigðum þar sem mér þótti það mjög mikilvægt,“ segir hún.

Á sama tíma var hún farin að átta sig á öðru, að hún væri tvíkynhneigð.

„Ég hafði bælt niður kynferðislegar þarfir mínar svo lengi að ég vissi ekki að ég væri hinsegin. En ég var það. Ég var hinsegin kona sem vildi fullnægingar og gott kynlíf. Ég vildi tala um hinsegin fólk í ræðum mínum en þau vildu ekki leyfa mér það.“

Fékk nóg

Árið 2017 fékk Nikole nóg. „Ég trúi ennþá á Guð en kirkjan var ekki lengur staðurinn fyrir mig. Þarna var ég, 33 ára og frjáls kona í fyrsta skipti. Ég hafði ekki hugmynd um hvað mig langaði að gera eða hver mig langaði að vera,“ segir hún.

Eina sem hún vissi var að hún vildi taka kynhneigð sinni opnum örmum. „Ég bókaði tíma í „boudoir“ myndatöku og fannst ég svo kynþokkafull. Þetta var yndislegt,“ segir hún.

Nikole fékk allar myndirnar í bók. „Eiginmaður minn hélt að bókin væri fyrir hann, en ég sagði honum að hún væri fyrir mig. Ég fór í nektarmyndatöku viku seinna og stuttu seinna fór ég að athuga hvernig ég gæti þénað af þessu,“ segir hún.

Mynd/Fabulous Digital

Fyrir ári síðan stofnaði hún OnlyFans síðu. Þar deilir hún nektarmyndum og myndböndum af sér framkvæma kynlífsathafnir. Hún þénar allt að fjórtán milljón krónur á mánuði, sem er mun meira en hún gerði áður fyrr.

„Ég hélt alltaf að Guð vildi ekki að við myndum þéna pening og að það væri slæmt. En ég held að Guð hafi átt þátt í því að ég þéna svona mikið í dag,“ segir hún.

Nikole og John skildu, í góðu, á þessu ári.

Nikole segist elska nýju vinnuna sína. „Ég held í alvöru að mér hafi verið ætlað að afklæðast, það er köllun mín. Ég elska það svo mikið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn