fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Hin umdeilda Alda Karen snýr aftur – „Það er ekkert verra en að henda sínum eigin skít í sitt eigin andlit“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 15:48

Alda Karen Hjaltalín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alda Karen Hjaltalín, vakti mikla athygli í fyrra sem fyrirlesari, þá aðallega fyrir það að segja fólki að kyssa peninga. Þá vakti hún einnig athygli þegar hún kom með viskumolann „Þú ert nóg“ þegar hún hélt námskeiðið Life-Masterclass fyrir fullum Eldborgarsal í Hörpu. Þessi moli var afar umdeildur í netheimum en fólki fannst eins og hún væri að gera lítið úr vandamálum þeirra. Nú hefur Alda Karen snúið aftur með nýjan viskumola.

Þriðji Life Masterclass fyrirlesturinn

Alda opinberar þennan viskumola í myndbandi sem hún deilir á Instagram-síðu sinni í tengslum við nýjasta fyrirlestur sinn: Life Masterclass 3: Komdu þér á framfæri. Hún segir þetta vera fyrsta myndbandið af nokkrum sem hún ætlar að birta fyrir fyrirlesturinn sem, að hennar sögn, er að verða uppseldur. „Svona til að undirbúa fólkið sem er að koma og til að deila aðeins því sem við ætlum að tala um á fyrirlestrinum,“ segir Alda um ástæðuna fyrir því að hún ætlar að birtta myndböndin

„Meistarar borða gagnrýni í morgunmat“

„Meistarar borða gagnrýni í morgunmat,“ er viskumolinn sem Alda kynnir í þessu myndbandi. Hún fer síðan yfir þær þrjár tegundir af gagnrýni sem eru til. Það er uppbyggileg gagnrýni, neikvæð gagnrýni og sjálfsgagnrýni.

Sjálfsgagnrýnin er mikilvægasta tegundin af gagnrýni samkvæmt Öldu. „Það er ekkert verra en að henda sínum eigin skít í sitt eigin andlit,“ segir Alda og ítrekar miklvægi þess að sjálfsgagnrýnin okkar sé uppbyggileg en ekki neikvæð.

Myndbandið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

 

View this post on Instagram

 

Ferlið mitt að nýta gagnrýni

A post shared by Alda Karen (@aldakarenh) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?

Ríku krakkarnir á Instagram – Hvar eru þau nú?
Fókus
Í gær

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok

Var hótað eftir að hafa birt myndband á TikTok
Fókus
Fyrir 2 dögum

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi

Norðanvindurinn er dystópísk fantasía með krydduðu, ástarsögulegu ívafi
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ímyndunarafl hans og sköpunargleði var mér mikil hvatning“

„Ímyndunarafl hans og sköpunargleði var mér mikil hvatning“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni