fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Bónorð á Brooklyn-brúnni misheppnaðist stórkostlega

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Vigo fór á skeljarnar á Brooklyn-brúnni og bað kærustu sína, Angelinu Rivera, um að giftast sér. Vinir hans voru með í för og tilbúnir að ná hjartæma augnablikinu á filmu. En eins og við mátti búast af fjölförnu brúnni misheppnaðist bónorðið alveg stórkostlega.

Rétt fyrir áreksturinn.

Chris deildi myndbandi af bónorðinu á Facebook sem fór svo eins og eldur í sinu um netheima. NY Post greinir frá.

Í myndbandinu má sjá Chris fara á skeljarnar og Angelinu halda aftur tárunum, en áður en Angelina nær að svara kemur hjólreiðamaður á fullri ferð og hjólar beint á einn ljósmyndarann og næstum því á parið.

Áreksturinn.

Myndbandið hefur vægast sagt slegið í gegn og hefur meðal annars farið í dreifingu á TikTok.

@officialjoshyjoshNot my finest moment 🤦🏼‍♂️ ##fyp ##foryou ##foryoupage ##explore ##nyc ##funny ##love

♬ original sound – Joshua

„Hann var svo spenntur,“ sagði Chris um vin sinn við NY Post. „Hann var að reyna að ná myndbandi af okkur frá öllum sjónarhornum og þá kom þessi gaur og hjólaði beint á hann. Hann reyndi að bremsa en það var of seint. Við vissum ekki hvað við áttum að segja. Ég hugsaði: Á ég að hjálpa honum eða halda áfram í hönd hennar?“

Sem betur fer hafði áreksturinn engin áhrif á svar Angelinu sem sagði já.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“