fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Nadía og Lára stíga fram í fyrsta íslenska viðtalinu- „Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 13. september 2020 14:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Clausen og Nadía Sif Líndal hafa verið umtöluðustu manneskjur Íslands undanfarna viku eftir að þær áttu stefnumót við tvo meðlimi enska landsliðsins í knattspyrnu, þá Mason Greenwod og Phil Foden, síðustu helgi. Eftir að DV greindi frá stefnumótinu, sem var í andstöðu við sóttvarnarlög þar sem fótboltakappanir áttu að vera í sóttkví, endaði málið á forsíðum allra helstu fjölmiðla í Bretlands.

Strákarnir tóku líka myndir

Lára og Nadía hafa nú mætt sameiginlega í fyrsta viðtal þeirra á Íslandi síðan málið kom upp. Þær mættu í hlaðvarpið hans Sölva Tryggva þar sem þær sögðu söguna alla.

Þær stöllur útskýrðu að það hafi aldrei komið til tals á stefnumótinu að engar myndir mætti taka af ungstirnunum.  Þeir sjálfir tóku fullt af myndum og myndum.

„Þeir voru takandi myndir og myndbönd af okkur allt kvöldið,“ sagði Nadía Sif. Því töldu stelpurnar eðlilegt að þær tækju myndir líka, enda báðu drengirnir þær aldrei að sleppa því.

„Við vorum bara í einhverjum galsa og fannst þetta fyndið og spennandi og vissum ekkert nákvæmlega hversu frægir þeir væru. En við vissum að þeir voru eitthvað þekktir en vissum að vinir okkar vissu hver þeir væru,“ sagði Lára.

„Já vinir okkar voru bara að fríka út,“ bætti Nadía þá við. Vinir stelpnanna vildu ólmir frá myndir af stefnumótinu við Foden og Greenwood og þær urðu við þeirri beiðni.

Lára segir að hvorki Greenwood né Foden hafi minnst á það að Foden ætti kærustu. Lára hafi aðeins kíkt lauslega yfir Instagram-síðu Fodens og þar hafi ekki verið ein mynd af fótboltakappanum með kærustunni.

Vaktar með látum 

Lára og Nadía segja svo frá því þegar þær voru vaktar með látum um morguninn.

„Við erum sem sagt vaktar klukkan sex um morguninn og það er barið á hurðina, “ sagði Nadía.

„Það hefur enginn bankað jafn fast á hurðina mína áður, bætir Lára við. „Okkur datt ekki í hug hvað þetta gæti verið.

„Þá var þetta Southgate [þjálfari landsliðsins],“ sagði Nadía. „Hann stendur þarna með krosslagðar hendur og svo er einhver annar eldri kall og kona sem vinnur hjá securitas. Og þau rjúka inn og spyrja okkur Hvar eru strákarnir. Og við bara Ha? Þau kveikja ljósin og fara að leita í öllu herberginu“

Stelpurnar segja að strákarnir hafi þá fyrir löngu snúið aftur í herbergi sín svo þær voru ekki vissar hvers vegna Southgate hafi komið til þeirra eða hvernig hann hafi yfir höfuð vitað af stefnumótinu.  „Hverjum eru þeir að leita af? Eru þeir að leita af Phil eða eru þeir að leita af einhverjum öðrum leikmönnum?“

„Málið er að þessi Securitas manneskja á hæðinni þeirra og ef hún tekur eftir því að strákarnir hverfa í klukkutíma og fara svo aftur í þrjá tíma. Af hverju segir hún ekki neitt ef þeir eru að gera eitthvað rangt?,“ sagði Nadía.

„Við vissum alveg að þetta væru einhverjir vinsælir fótboltastrákar en við vissum ekki að þeir væru heimsfrægir og ef við værum með þeim yrðum við heimsfrægar fyrir að fara að  vera með þeim eins og það hefur pínulítið orðið.“ 

Þær segja að þegar DV hafi haft samband hafi þær orðið fyrir miklu áfalli. „Við vorum bara að hugsa um þá og hvaða afleiðingar þetta gæti haft fyrir þá,“ sögðu stelpurnar og vísuðu til fótboltamannanna tveggja. Það var í gegnum DV sem stelpurnar komust að því að drengirnir tveir áttu að vera í sóttkví.

„Maðurinn á DV lét okkur vita að þeir hefðu átt að vera í sóttkví. Hann getur alveg staðfest hvað við vorum hissa“ 

Phil Foden hafði lofað að borga hótelherbergi Láru, en það gerði hann hins vegar aldrei. Stelpurnar segja að þær ætli ekki að senda fótboltaköppunum kröfubréf.

„Meira að segja þegar Lára var í Hagkaup í Garðabæ þá voru þeir eitthvað Hey nennirðu að biðja hana um að kaupa nammi og ég eitthvað já já og legg inn á Láru fyrir nammi og hún kaupir nammi fyrir 3 þúsund krónur. Ég eyddi 13 þúsund kalli í þessa drengi,“ segir Nadía. „Og ég 10 þúsund krónum  hótel og bensíni,“ bætir Lára við.

 

Viðtalið má sjá hér að neðan: 

https://www.youtube.com/watch?v=dow0ITEKOKk&t=151s

 

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“