fbpx
Þriðjudagur 27.október 2020
Fókus

Stjörnuspá vikunnar – Tilfinningar, hreinsun og dulúð í kortunum…

Fókus
Laugardaginn 12. september 2020 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 11. – 17. september

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Aukið sjálfstraust flæðir til þín þessa vikuna, elsku Hrútur. Sjálfstraustið hjálpar þér að taka þær ákvarðanir sem henta þér best. Vinnan og heimilislífið gengur líka betur í kjölfarið. Þú ert á réttri braut.

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Stundum þarf maður að ganga í gegnum smá hiksta til þess að ákveðið samband geti þroskast frekar. En það mun einmitt reyna aðeins á þessa vikuna. Ekki bugast, þú sérð síðar að þið verðið nánari eftir þessa uppákomu.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Þú ert með ansi marga bolta í loftinu þessa dagana. Þín lausn felst einfaldlega í því að biðja um hjálp og forgangsraða. Þér leiðist allavega ekki, sem er lúxusvandamál.

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Ef það er einhvern tíma tími fyrir Krabba-dansinn þá er það núna! Og já, á almannafæri! Láttu vaða. Hverjum er ekki sama hvað öðrum finnst. Það ríkir mikil gleði á bak við þennan dans. Skemmtilegir tímar fram undan og lausnir á vandamálum í sjónmáli.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Út fyrir endamörk alheimsins! Þú ert Bósi ljósár þessa dagana og ert að huga að stórum breytingum. Ljónið er í stuði og finnst lífið of stutt til þess að taka ekki smá áhættu. Hlustaðu gaumgæfilega á þessa tilfinningu. Hver veit hvert hún leiðir þig?

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Eitthvað vantar upp á rómantíkina þessa vikuna. Það er svo skrítið að vera einmana í samveru annarra. Mögulega getur þú sjálf/ ur kryddað upp á tilveruna eða planað skemmtilegt stefnumót sem mun fylla upp í einmanaleikann. Stundum verðum við sjálf að vera breytingin sem við þurfum í líf okkar.

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Þú átt ekki sérlega auðvelt með að koma hlutum í verk þessa vikuna. Dagdraumar flækjast fyrir og þú nennir lítið að taka þátt í skyldum sem fylgja raunheiminum. Reyndu að gera pláss fyrir bæði, til þess að koma örlitlu í verk.

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Eitthvað þarf að peppa upp starfsandann og þú gætir verið lausnin. Hvernig væri að plana litla óvissuferð til þess að hrista upp í liðinu? Það þarf ekki mikið til, en lítið framlag gæti skilað miklu.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Yfirnáttúrulegir hlutir eru að gerast í kringum þig. Skilaboð að handan? Ertu að hlusta? Þetta er dularfullt líf sem við lifum. Ef vinur þinn stingur upp á að fara í heilun þá er núna góður tími til þess að gefa sér tíma í það. Mögulega leynast svörin þar.

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Hmm… Lastu ekki örugglega spána í síðustu viku, eða ertu bara enn þá að mana þig upp í að segja það sem þú ert að hugsa upphátt? Æfing í að setja mörk og tjá tilfinningar og skoðanir, mun létta á allri tilveru þinni. Persónulegur sigur er í kortunum þínum fyrir lok vikunnar.

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Ja, hérna hér. Það er ýmislegt sem kemur upp á yfirborðið þessa vikuna og kallar á smá hreinsun. Það gæti tekið á tilfinningalega en að lokum verður mikill léttir. Þú veist það nú þegar að það er kominn tími til að kveðja þá sem ekki upphefja okkur.

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Fiskurinn er frekar næmur í eðli sínu. Í þessari viku ertu óvenju berdreymin/n. Geymdu dagbók við rúmið þitt. Og finndu svo gömlu draumaráðningabækurnar frá ömmu þinni. Leiðbeinendur að handan eru að reyna að hjálpa þér með næstu skref.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar

Einhleypar athafnakonur – Eldklárar og æðislegar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes

Kórdrengur í Kaupmannahöfn: Tíminn frá því í kringum 1970 lifnar við í nýrri bók eftir Jón Óskar Sólnes
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína

„Sturlaðar“ kröfur karlmanns fyrir framtíðar kærustu sína
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“

Vikan á Twitter – „Bauðst til að rassamæla alla fyrir tímann í ræktinni í morgun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“

„Það voru ofsatrúarhópar sem réðust á okkur og lömdu okkur með biblíunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn

Móðir sakar prest um að veita barni áverka við skírn