fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Vertu í fríi í fríinu – Leiðir til að kúpla sig út

Auður Ösp
Sunnudaginn 2. ágúst 2020 21:30

Mynd úr safni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörgum reynist erfitt að vera ekki alltaf „á vaktinni“ þegar farið er í sumarleyfi frá vinnunni. Áreitið frá símanum er stöðugt og erfitt er að staldra við, líta upp úr skjánum og njóta þess að vera til.

„Tæknin gerir okkur erfitt fyrir og það er algengara nú til dags að fólk rétt aðeins kíki á vinnupóstinn til að ganga úr skugga um að allt sé í góðu lagi. Við þurfum að taka meðvitaða ákvörðun um að skoða ekki tölvupóstinn í fríinu, því við höfum símann með okkur hvert sem við förum,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, mannauðsráðgjafi hjá OR og formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, í samtali við DV.

Hún segir flesta vinnuveitendur meðvitaða um mikilvægi þess að hvetja starfsfólk til að kúpla sig út í fríinu, en það sé algjört lykilatriði að stjórnendur séu fyrirmyndir. „Lítið virði í því að hvetja starfsfólk að kúpla sig út ef stjórnandinn er síðan sjálf(ur) að svara pósti og fleira, það setur tóninn. Gott er að hafa þá reglu að ef nauðsynlegt er að ná í fólk, þá er hringt. Þannig getur starfsfólk hætt að skoða póstinn í sífellu, því það veit að ef eitthvað kemur upp þá fær það símtal,“ segir Ásdís jafnframt, en almennt er mælt með að nota out of office svar með upplýsingum um hvenær viðkomandi getur svarað næst eða hver getur aðstoðað í millitíðinni.

Mælt með snjallsímalausum degi

Á heimsíðu Velvirk má finna 12 ráð til að draga úr stöðugri snjallsímanotkun.

1. Leggja símann frá sér á ákveðinn stað þegar heim er komið

2. Sleppa símanum í rúminu, við matarborðið og í fjölskyldu- og vinahóp

3. Eiga úr og vekjaraklukku

4. Matmálstímar án snjallsíma

5. Slökkva á öllum tilkynningum

6. Engin óþarfa öpp

7. Beina athygli að þeim sem við erum að tala við

8. Stilla símann á flugham (airplane mode)

9. Búa til símafrían stað á heimilinu

10. Gera einn dag vikunnar að snjallsímalausum degi eða hluta úr degi

11. Sleppa síma í ræktinni og þegar þú ætlar að slaka á

12. Minnka birtustig og stilla á síu fyrir blátt ljós ef hægt er

Ætli þessi hafi verið falinn í nærbuxum?

Fjölmörg öpp geta hjálpað

Fjöldi smáforrita er í boði fyrir þá sem vilja draga verulega úr og hafa hemil á síma og samfélags- miðlanotkun. Meðfylgjandi forrit eru aðgengileg fyrir bæði ios- og android-notendur.

Space

Offtime

Moment

Forrest

AntiSocial

RealizD

Mikilvægt að njóta

Í samtali við DV mælir Líney Árnadóttir, sérfræðingur hjá Virk, með þessum þremur ráðum.

  1. Andaðu djúpt og njóttu þess að vera í fríi. Veittu þér, fólkinu þínu og umhverfi fulla athygli. Vertu á staðnum og njóttu þess meðvitað.
  2. Dragðu úr snjallsímanotkun. Lokaðu fyrir tilkynningar frá tölvupósti og samfélagsmiðlum. Reyndu að kíkja sjaldnar á símann.
  3. Farðu út í náttúruna og taktu hana inn: gleymdu öllu öðru um stund.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“