fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Kristín birtir mynd frá Strandgötu – Sérð þú eitthvað athugunarvert við myndina?

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 10. júní 2020 17:00

Sérð þú svartklæddan hjólreiðamann á myndinni?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birti Kristín Sunna Sigurðardóttir ljósmynd sem hún tók af hjólreiðamanni við fjölfarna umferðargötu í Hafnarfirði í gær. Gaf hún DV góðfúslegt leyfi til að birta myndina.

Á myndinni, sem tekin er stuttu fyrir átta í gærkvöldi, sést bifreið aka götuna. Myndefnið sjálft, sem er svartklæddur hjólamaður sem hefur stöðvað hjól sitt á grasbala við vegarkantinn, sést þó alls ekki svo glatt og skrifar færsluhöfundur:

„Þraut – finndu manninn á hjólinu. Plís klæðið ykkur í liti!“

Myndin er tekin þegar himinninn er skýjaður og það er þungbúið yfir. Margir hugsa minna um það að vera sýnilegir í umferðinni á sumrin, þar sem það er bjart allan sólarhringinn. En sólin skín nú allar stundir dagsins og skýjabólstrar geta minnkað birtustigið allmikið. Því er ávallt vissara fyrir hjólandi vegfarendur og aðra að klæðast litum eða jafnvel vestum með endurskini til þess að vera viss um að ökumenn sjái mann almennilega.

Birtir Kirstín aðra mynd í athugasemdum þar sem hún hefur þysjað inn á myndina, þar sem hjólamaðurinn er staðsettur. Jafnvel þá eiga margir erfitt með að koma auga á hjólreiðamanninn.

Það er ennþá frekar strembið að koma auga á hjólreiðamanninn þó svo það sé búið að þysja inn á myndina.

Lesendur færslunnar eru ýmist gáttaðir yfir því að hjólamaðurinn hafi valið þennan dökka klæðnað, eða skelkaðir vegna þess að þeir hafi ekki áttað sig á að svona erfitt væri að sjá dökkklædda hjólreiðamenn í umferðinni. Þá skrifaði ein í athugasemdir: „Setja public svo það sé hægt að deila þessu. Kv. Ein í sjokki sem er nýkomin úr hjólatúr- svartklædd!“

Sérðu hann núna?

Kristín bætir við í samtali við blaðamann að það sé allt of algengt að fólki sé meira umhugað um útlitið en öryggið. Hún segir að maðurinn sinn hafi keypt sér kajak um daginn og þegar hann sótti bátinn var annar maður að sækja sinn kajak á sama tíma. Sá spurði sölumanninn hver væri eiginlega að kaupa sér svona ljótan bát! „Maðurinn minn heyrði til og benti honum á að hann vildi nú sjást á sjónum en ekki vera samlitur honum, eins og blái báturinn sem hinn maðurinn var að kaupa.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“