fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Eurovision-landslagið gjörbreytt – Nýtt topplag í veðbönkum – Daða aftur steypt af stóli

Fókus
Mánudaginn 9. mars 2020 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miklar sviptingar hafa verið í veðbönkum í dag í tengslum við Eurovision-keppnina sem fer fram í Rotterdam í Hollandi í maí næstkomandi.

Daði Freyr og Gagnamagnið hafa verið að rokka á milli fyrsta og annars sætis í veðbönkum og hingað til hefur litháenska sveitin The Roop með lagið On Fire veitt þeim hörðustu samkeppnina. Nú hefur búlgaríska söngkonan Victoria hins vegar skotist í toppsætið með lagið Tears Getting Sober og skotið Daða Frey í annað sæti.

Það er vægt til orða tekið að segja að íslenska framlagið, Think About Things, og Tears Getting Sober séu ólík lög. Victoria sjálf er ein af lagahöfundum búlgarska framlagsins en það fjallar um mikilvægi geðheilsu. Jafnframt er það hvatning til fólks til að vinna í sínu eigin geðheilbrigði.

Skilafrestur á lögum í Eurovision-keppnina rennur út í dag. Enn eiga Rússar eftir að opinbera sitt lag. Sem stendur er þeim spáð fimmta sæti og því ljóst að ýmislegt getur gerst í dagslok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 3 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni