fbpx
Föstudagur 23.október 2020
Fókus

Eva Laufey opnar sig um óþægilega lífsreynslu: „Ég þurfti að stoppa sjónvarpsupptökur og anda í poka“

Fókus
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 12:20

Eva Laufey Kjaran.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Eva Laufey Kjaran opnar sig um erfitt tímabil í lífi sínu á síðasta ári. Hún segir frá því í færslu á Instagram hvernig hún hélt hún væri að fá hjartaáfall í mars 2019. Það kom í ljós að líkami hennar væri að biðja um ró og andlega heilsa hennar væri ekki í lagi. Í kjölfarið tók við mikil sjálfsvinna með aðstoð fagfólks. Hún segir frá því hvernig hún þurfti stundum að stöðva sjónvarpsupptökur til að anda í poka vegna kvíða og streitu.

Viðburðaríkt ár að baki

„Árið 2019 var mjög lærdómsríkt ár. Ég er einni háskólagráðu ríkari, vann að skemmtilegum verkefnum í vinnunni og hér á samfélagsmiðlum. […] Ég ákvað að skrifa eina matreiðslubók og ég lét einnig langþráðan draum rætast og skráði mig á námskeið í Le Cordon Bleu í London,“ segir Eva Laufey.

„Þetta ár var líka mjög krefjandi fyrir mig þar sem ég eyddi stórum hluta ársins að finna mig upp á nýtt eftir óþægilega lífsreynslu í mars þegar ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Eftir margar rannsóknir og ófáar spítalaheimsóknir var niðurstaðan einfaldlega sú að líkaminn væri að biðja um meiri ró og andlega hliðin væri í ólagi. Kvíði og streita kom mjög aftan að mér og það var ekki auðvelt að sætta sig við það þegar allt „á“ að vera í lagi og maður upplifir sig svo vanmáttugan.“

Þurfti að stoppa sjónvarsupptökur

Eva Laufey segist lengi vel ekki geta hreyft sig eins og hún vildi vegna verkja og hræðslu við of mikinn hjartslátt.

„Ég þurfti að stoppa sjónvarpsupptökur og anda í poka með hjálp samstarfsfólks til þess að koma mér í gegnum verkefnin,“ segir hún.

„Mig langaði að hrista þetta af mér í einum grænum en það gekk ekki og ég fór loksins og fékk viðeigandi aðstoð. Nú mörgum mánuðum seinna og sálfræðimeðferð að baki líður mér loksins eins og ég sjálf á ný – það er besta tilfinning sem ég hef fundið í langan tíma. Mér tókst að komast í gegnum þetta verkefni með fagfólki, fjölskyldunni minni og vinum mínum sem hafa staðið þétt við bakið á mér sem og skilningsríku samstarfsfólki og yfirmönnum. Ég get aldrei fullþakkað það hvað ég á góða að. Engu að síður hefur þetta ár hefur mögulega líka verið besta árið í mínu lífi því nú veit ég nákvæmlega hvað vil, ég er búin að fara í gegnum svo mikla vinnu við að forgangsraða, kasta út því ekki skiptir máli og einblína á það sem gefur mér og gleður mig. Ég er þess vegna sterkari sem aldrei fyrr og mér líður eins og ég geti tekist á við hvað sem er eftir að hafa komist í gegnum þetta tímabil. Vinnan er þó aldrei fullunnin en nú veit ég hvað það er mikilvægt að hlusta á líkamann og fara ekki fram úr sér, stoppa aðeins við og njóta þess sem ég hef.“

View this post on Instagram

Árið 2019 var mjög lærdómsríkt ár. Ég er einni háskólagráðu ríkari, vann að skemmtilegum verkefnum í vinnunni og hér á samfélagsmiðlum. Hadda mínum gengur vel í sínu starfi. Við ferðuðumst mikið á árinu bæði innan- og utanlands. Stelpurnar okkar héldu okkur laglega við efnið og við sjáum ekki sólina fyrir þeim. Ég ákvað að skrifa eina matreiðslubók og ég lét einnig langþráðan draum rætast og skráði mig á námskeið í Le Cordon Bleu í London. Þetta ár var líka mjög krefjandi fyrir mig þar sem ég eyddi stórum hluta ársins að finna mig upp á nýtt eftir óþægilega lífsreynslu í mars þegar ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Eftir margar rannsóknir og ófáar spítalaheimsóknir var niðurstaðan einfaldlega sú að líkaminn væri að biðja um meiri ró og andlega hliðin væri í ólagi. Kvíði og streita kom mjög aftan að mér og það var ekki auðvelt að sætta sig við það þegar allt „á“ að vera í lagi og maður upplifir sig svo vanmáttugann. Ég gat lengi vel ekki hreyft mig eins og ég vildi út af verkjum og hræðslu við of mikinn hjartslátt, ég þurfti að stoppa sjónvarpsupptökur og anda í poka með hjálp samstarfsfólks til þess að koma mér í gegnum verkefnin. Mig langaði að hrista þetta af mér í einum grænum en það gekk ekki og ég fór loksins og fékk viðeigandi aðstoð. Nú mörgum mánuðum seinna og sálfræðimeðferð að baki líður mér loksins eins og ég sjálf á ný – það er besta tilfinning sem ég hef fundið í langan tíma. Mér tókst að komast í gegnum þetta verkefni með fagfólki, fjölskyldunni minni og vinum mínum sem hafa staðið þétt við bakið á mér sem og skilningsríku samstarfsfólki og yfirmönnum. Ég get aldrei fullþakkað það hvað ég á góða að. Engu að síður hefur þetta ár hefur mögulega líka verið besta árið í mínu lífi því nú veit ég nákvæmlega hvað vil, ég er búin að fara í gegnum svo mikla vinnu við að forgangsraða, kasta út því ekki skiptir máli og einblína á það sem gefur mér og gleður mig. Ég er þess vegna sterkari sem aldrei fyrr og mér líður eins og ég geti tekist á við hvað sem er eftir að hafa komist í gegnum þetta tímabil. Vinnan er þó aldrei fullunnin en nú veit ég hvað það er mikilvægt að hlusta á líkamann og fara ekki fram úr sér, stoppa aðeins við og njóta þess sem ég hef❤️

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg

Varar við leðurbuxum úr Zöru – Ástæðan sprenghlægileg
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli

Nektarmynd Ashley Graham vekur athygli