fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Ásdís kemur með ráð fyrir fólk í atvinnuleit – Það er eitt sem þú mátt alls ekki klikka á

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 9. september 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásdís Eir, vinnusálfræðingur og mannauðssérfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, birti mjög áhugaverða röð af tístum þar sem hún kemur með ýmis góð ráð fyrir fólk sem er að leita sér að vinnu.

Ásdís segir eina vannýttustu auðlind umsækjenda vera fylgibréfið (e. cover letter).

„Ekki nota það til að súmmera ferilskrána! Aðlagaðu fylgibréfið að hverju fyrirtæki fyrir sig og talaðu um af hverju þú yrðir framúrskarandi í þessu tiltekna starfi. Já þetta er tímafrekara en staðlað bréf en MARG borgar sig.“

Hún kemur síðan með nokkrar leiðir til að sérsníða fylgibréfið fyrir hverja starfsumsókn.

„Segðu af hverju þig langar í þetta tiltekna starf. Er eitthvað í starfslýsingu sem kveikir sérstaklega í þér? Eitthvað varðandi fyrirtækið? Af hverju viltu frekar vera í þessu starfi en öðrum?“

Ásdís segir að umsækjendur ættu ekki að tala um fyrirtækið né þylja upp staðreyndir sem stjórnandinn veit nú þegar.

„Útskýrðu frekar hvað það er við fyrirtækið sem höfðar sérstaklega til þín. Til dæmis að nefna áhuga á orkumálum/rafbílum þegar þú sækir um starf í þjónustuveri orkufyrirtækis gerir þig strax áhugaverðari en meðal-umsækjanda sem er að leita sér að starfi í hvaða þjónustuveri sem er. Mundu að vinnuveitendur vilja umsækjanda sem er spenntur fyrir þessu tiltekna starfi, ekki bara hvaða starfi sem er. Segðu fyrirtækinu/þeim sem les af hverju þau ættu líka að vilja þig, og vertu nákvæm(ur)“

„Ekki vonast til að enginn taki eftir því“

Hún segir fylgibréfið vera rétta staðinn til að segja frá því ef það er eitthvað fyrir utan menntun eða starfsreynslu sem gerir umsækjandann sérstaklega vel til fallinn í starfið.

„Kannski krefst starfið mikillar vandvirkni og það er alltaf verið að stríða þér með hvað þú ert nákvæm(ur) og sjúklega vandvirk(ur). Glæsilegt! Segðu frá því í bréfinu, annars veit lesandinn það ekki. Annað, ef þú veist að þú ert „overqualified“ í starfið en langar samt í það – nefndu það í bréfinu, annars heldur lesandinn að þú áttir þig ekki á eðli starfsins og ákveður að eyða hvorki sínum tíma né þínum á að boða þig í viðtal.“

Umsækjendur ættu að taka það fram í fylgibréfinu ef þeir uppfylla ekki allar hæfniskröfurnar. Síðan er gott að segja frá því af hverju þeir yrðu frábærir í starfinu þrátt fyrir það.

„Ekki vonast til að enginn taki eftir því að vantar uppá hæfni.“

Samkvæmt Ásdísi þá verða umsækjendur að passa sig á því að nota þessa línu í fylgibréfinu.

„Ekki nota línuna „Þú finnur ekki hæfari manneskju en mig!“ því það er sjaldnast satt og virkar pínu einfeldningslega.“

Fylgibréf geta verið tímafrek og þá sérstaklega þegar þau eru sérsniðin að hverju fyrirtæki fyrir sig.

„Stundum fæ ég að heyra að fólk hafi engan tíma í að sérsníða fylgibréf þegar það er í virkri atvinnuleit og að sækja um mörg störf. Sæktu þá um færri störf. Ég get LOFAÐ því að fimm persónuleg, vel sniðin bréf skila meiri árangri en 30 staðlaðar umsóknir. Áfram þú!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu