fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Söngkona Blondie gaf David Bowie kókaín: Þakkaði fyrir sig á furðulegan hátt

Fókus
Mánudaginn 30. september 2019 19:30

Debbie Harry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Debbie Harry, oft kennd við hljómsveitina Blondie, lætur ýmislegt flakka í nýrri ævisögu sinni, Face It.

Þar segir hún meðal annars frá árunum þegar djammið var allsráðandi, en Blondie var eitt stærsta nafnið í tónlistarheiminum á áttunda áratugnum.

Í bókinni er meðal annars að finna vægast sagt furðulega sögu um tónlistarmennina David Bowie og Iggy Pop, en Blondie fór á tónleikaferðalag með þeim árið 1977.

Kvöld eitt voru þau þrjú stödd í New York þegar Bowie og Iggy Pop sögðust vera að leita að kókaíni. Maðurinn sem hafði útvegað þeim fíkniefni var nýlátinn og spurðu þeir Debbie hvort hún hefði eitthvað aukalega í farteskinu. Debbie kveðst hafa átt gramm af kókaíni sem hún lét þá fá.

Það sem gerðist í kjölfarið er eitthvað sem rennur Blondie seint úr minni. Hún segir að David Bowie hafi girt niður um sig og sýnt henni getnaðarliminn á sér. Hún segir að „stærðin“ hafi verið á margra vitorði og Bowie hafi gert þetta oft; girt niður um sig og sýnt konum á sér liminn.

Í bókinni segir Debbie meðal annars frá baráttu sinni við þunglyndi og fíkniefnamisnotkun.

Þá segist Debbie hafa átt örlagaríkt kvöld með fjöldamorðingjanum Ted Bundy. Að sögn Harry mætti hún Bundy þegar hana vantaði far heim í austurhluta Manhattan-eyjunnar um sumarið árið 1972. Eftir margar misheppnaðar tilraunir til þess að ná í leigubíl þáði hún far hjá bláókunnugum manni. Hafði hún þá ekki hugmynd um hvaða mann væri að ræða fyrr en mörgum árum síðar. Hún segir manninn hafa verið afar ákveðinn í að veita henni far þetta sumarkvöld.

Ted Bundy myrti tugi kvenna vítt um Bandaríkin á árunum 1974 til 1978. Debbie segist hafa áttað sig á því að um sama mann var að ræða þegar hún las um aftökuna á Bundy í blöðunum og sá mynd af honum. „Ég hugsaði: Almáttugur, þetta er maðurinn!“  Ted Bundy var tekinn af lífi árið 1989.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs