fbpx
Mánudagur 30.júní 2025
Fókus

Sigrún Ásta óttast mest að missa einhvern nákominn: „Ekki sjá eftir neinu, lifðu lífinu til fulls”

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 14. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Ásta Jörgensen starfar sem stílisti, förðunarfræðingur og búningahönnuður sem hún segir bæði krefjandi og skemmtilega vinnu. Við fengum Sigrúnu Ástu í yfirheyrslu helgarinnar.

Hvar líður þér best?

Heima með fjölskyldu minni. Alltaf nóg af kósí stundum þar, þau eru líka allt mitt.

Hvað óttastu mest?

Að missa einhvern náinn mér.

Hvert er þitt mesta afrek?

Að vinna við það sem ég elska, starfið dregur mig stöðugt lengra út fyrir þægindarammann og fyrir það er ég þakklát. Líka það að ég er andlega og líkamlega hress manneskja, það er ekki sjálfgefið.

Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér?

Það var með erlendum viðskiptavini og það má segja að ein gellan hafi verið með mikla skapgerðarbresti. Þetta er alveg skrautleg saga, en ég vil helst ekki tala opinberlega um verkefni mín því maður gerir það ekki í þessum bransa.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni?

Ekki sjá eftir neinu, lifðu lífinu til fulls.

Hvernig væri bjórinn Sigrún Ásta?

Unicornlove. Pale Ale

Besta ráð sem þú hefur fengið?

„Þú getur ekki haldið áfram ef þú ert alltaf með augun í baksýnisspeglinum, þá endarðu bara með að klessa á.“
Amma mín gaf mér þetta góða ráð.

Hvert er leiðinlegasta húsverkið?

Tjaaaaa, líklega að skúra, góð hreyfing en sjúklega leiðinleg. Mér finnst mjög næs að taka til því ég vil alltaf hafa hreint í kringum mig, svo að flest er frekar skemmtilegt nema að skúra, það er það eina sem ég er alltaf að fresta.

Besta bíómynd allra tíma?
Pulp Fiction og Blow, ég dýrka þessar myndir.

Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir?
Ég væri mikið til í að vera góður leikari, að horfa á góða leikara að gera sitt er magnað.

Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið?

Ein af þeim stærstu var þegar ég fór ein til Balí og dvaldi þar í þrjár vikur, ég flutti líka ein til Bandaríkjanna þegar ég var sautján ára og bjó þar í tvö ár. Tuttugu og þriggja flutti ég líka ein til Noregs og bjó þar í nokkra mánuði. Þetta var allt áhætta en gaf mér mikinn þroska til baka.

Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér?
„Þetta reddast“. Mér finnst þetta vera rosalega íslenskt eitthvað. Mjög pirrandi.

Hvaða geturðu sjaldnast staðist eða ert góð í að réttlæta að veita þér?

Klárlega smjördeigshorn, ég elska smjördeigshorn og gæti borðað smjördeigshorn með öllu!! Ég fékk meira að segja vatn í munninn núna bara við að hugsa um smjördeigshorn.

Hvað er á döfinni hjá þér?

Það eru nokkur skemmtileg verkefni með flottum og skemmtilegum fyrirtækjum framundan, bæði hérlendis og erlendis. Ég elska vinnuna mína og er snarspennt fyrir næstu mánuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu