fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Fókus

Vafasamar fullyrðingar um megrunarkaffi: Törutrix fékk 150 þúsund króna sekt – Ábendingin kom frá Töru Margréti

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtæki Töru Brekkan, Törutrix ehf., hefur fengið 150 þúsund króna stjórnvaldssekt fyrir brot gegn ákvörðun Neytendastofu. Samkvæmt ákvörðun Neytendastofu var Törutrix bannað að birta fullyrðingar um virkni vörunnar Skinny Coffee Club, þar sem ekki tókst að sanna þær. Í banninu fólst meðal annars að megrunarkaffið yrði fjarlægt úr vefverslun Törutrix.

Neytendastofnun fékk ábendingu þann 9. maí síðastliðinn að kaffið hafði ekki verið fjarlægt úr vefverslun og taldi Neytendastofu nauðsynlegt að leggja stjórnvaldssekt á fyrirtækið fyrir brot gegn ákvörðun. Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, formaður Samtaka um líkamsvirðingu, vakti fyrst athygli á málinu á Facebook í lok apríl á þessu ári. Hún sagði nöfnu sína blekkja fylgjendur og sagðist hafa sent erindi á Neytendastofu.

Tara Margrét gagnrýndi Töru Brekkan fyrir að setja „valdeflinga“-póst á fyrirtækjasíðu sína „undir þeim formerkjum að við ættum að elska líkama okkar eins og þeir séu og eiga áhyggjulaust sumar frá óraunhæfum útlitsstandördum.“

„Nema það að þessi sama nafna mín viðheldur þessum sömu standördum og megrunarmenningunni á grófasta máta: Hún selur eitthvað megrunarkaffi undir nafninu „Skinny Coffee Club“ en fullyrðingarnar sem fylgja markaðssetningu þess eru m.a. þessar: „Læknisfræðilega sannað að fólk missi kíló“, „Sjáanlegur árangur á einungis viku“, „Afeitrar líkamann“, „Brennir fitu hratt og eykur efnaskiptin“, „Hjálpar við að viðhalda þyngd eftir þyngdartap“ og meira að segja er gengið svo langt að halda því fram að kraftaverkakaffið lækni exem! Fullyrðingarnar eru svo í bland við fyrir/eftir-myndir og árangurssögur. Þetta er snákaolíusala upp á sitt fínasta!“  

skrifaði Tara Margrét og sagðist jafnframt vera búin að senda erindi á Neytendastofu vegna málsins.

Skjáskot af vefverslun Törutrix sem Tara Margrét tók og deildi á Facebook með færslu sinni.

Hún sagðist hafa grannskoðað vefsíðu Skinny Coffee Club og Facebook-síðu Törutrix og sá enga tilraunir til þess að sýna fram á einhverjar heimildir fyrir „þessum ævintýralegu fullyrðingum.“

„Ég sendi erindi á Neytendastofu vegna þessa í janúar sl. og vona að eitthvað fari að koma úr því,“ sagði Tara Margrét.

Erindið hefur greinilega skilað sér þar sem Neytendastofa sektar Töru Brekkan, eiganda Törutrix, um 150 þúsund krónur vegna málsins.

Neytendastofnun komst að þeirri niðurstöðu 18. mars 2019 að Törutrix hafi brotið gegn ákvæðum 4. mgr. 6. gr., b. liðar 1. mgr. 9. gr. og 1. mgr. 8. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, með fullyrðingum sínum um kaffið.  Með vísan til 2. mgr. 21. gr. b. laga nr. 57/2005, var Törutrix bönnuð frekari birting fullyrðingarinnar án skýringa um það hvað felist í henni.

Neytendastofnun barst ábending um að Törutrix væri ennþá að birta auglýsingar um Skinny Coffee Club eftir bann Neytendastofu.

„Þrátt fyrir að í skýringum Törutrix hafi komið fram að löngu væri búið að taka auglýsingarnar út og að félagið ætlaði að hætta sölu á kaffinu liggur fyrir samkvæmt ábendingu og skoðun Neytendastofu á vefsíðu Törutrix, torutrix.is, þann 9. maí 2019, að félagið birti enn fullyrðingar um virkni vara SKINNYCOFFEECLUB og braut þannig gegn ákvörðun Neytendastofu,“ segir í niðurstöðu Neytendastofu.

„Af ábendingunni að dæma, sem og skoðun Neytendastofu á vef Törutrix, torutrix.is, virtist félagið, þann 9. maí 2019, ennþá birta auglýsingar um vöru SKINNY COFFE CLUB þar sem eftirfarandi er fullyrt:

„Kaffið getur:
Læknisfræðilega sannað að fólk missi kíló
Læknisfræðilega viðurkennt að það verði sjáanlegur munur á viku
Eykur efnaskipti
Misstu þessi óþörfu kíló á einungis viku
Meiri orka yfir allan daginn
Mikil virkni á stuttum tíma með endingargóðum árangri
Gefur húðinni meiri ljóma.““

Törutrix ehf. þarf að greiða 150 þúsund króna sekt í ríkisjóð innan þriggja mánaða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“

Gekk í gegnum sáran missi -„Mér finnst ég sjálf hafa verið að koma upp úr kafinu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf

Sakamál: Lifði tvöföldu lífi eftir skilnaðinn – Kynlífsvinna, karlmannshárkollur og stinningarlyf
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt

Guðmundur leitar að týndu börnunum og segir þeim aldrei ósatt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“

Viktoría gat ekki fagnað bókinni með Gísla Rúnari – „Þetta var síðasta verk Gísla“