fbpx
Sunnudagur 22.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Gurrý brotnaði niður undan gagnrýni á Biggest Loser – „Já, ég bara hrundi.“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. ágúst 2019 22:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðríður Torfadóttir – Gurrý – segist hafa misst kraftrinn og ástríðuna um tíma vegna harðrar gagnrýni á þættina Biggest Loser þar sem hún vakti mikla athygli sem skeleggur þjálfari og stjórnandi. Þetta kemur fram í viðtali Gurrýjar við Fréttablaðið.

Gagnrýnin varð gífurlega hatrömm og persónuleg um tíma og svo fór að Gurrý varð nóg boðið. „Við Evert þekktumst og stigum bæði inn í þetta af ástríðu okkar fyrir því að þjálfa og hjálpa fólki að ná árangri. Engan grunaði að þetta yrði svona vinsælt sjónvarpsefni. Frá upphafi var haft að leiðarljósi að hjálpa fólki, ekki gera lítið úr því. Við vildum til dæmis hjálpa fólki að elda hollan mat á eigin spýtur. Þau gerðu innkaupalistana og elduðu síðan sjálf með okkar leiðbeiningum. Þetta var mikilvægur hluti af ferlinu,“ segir Gurrý.

Þættirnir voru gagnrýndir fyrir fitufordóma og um það segir Gurrý í viðtalinu:

„Ef einhver hefur túlkað eitthvað sem ég hef sagt eða gert þannig að ég sé persónulega að ýta undir fitufordóma er það misskilningur. Slíkt myndi ég einfaldlega aldrei gera. Það ætti öllum að vera ljóst að mér finnst það ekki fordómar að segja satt um hættulegt líkamlegt eða andlegt ástand. Hvort sem manneskja er of grönn eða of þung eða lifir lífi sem stefnir andlegri heilsu í voða.“

Gagnrýnin tók smám saman á sig mynd skriðu árása sem urðu oft mjög persónulegur, sérstaklega í umræðuhópum á Facebook. Gurrý var kölluð öllum illum nöfnum og henni gert upp illt innræti:

„Allt í einu var ég þekkt og umdeild manneskja. Þrátt fyrir að vera sterk og samkvæm sjálfri mér er í raun ekkert sem hefði getað búið mig undir framhaldið. Gagnrýnin þegar hún var málefnaleg særði mig ekki þótt hún hafi stundum verið óþægileg að takast á við. Síðan var bara eins og það færi af stað skriða árása á samfélagsmiðlum, þar sem engin bönd héldu fólki. Það var djöfulli erfitt. Miðlarnir og athugasemdakerfi fjölmiðla loguðu. Harðar persónulegar árásir á mig sem manneskju voru gerðar úr öllum áttum.“

Eins og fyrr segir missti Gurrý ástríðuna og kraftinn um tíma vegna þessara óbilgjörnu árás á persónu hennar. Hún reyndi að verja sig en síðan varð þetta bara of mikið:

„Þetta er eins og að standa í marki. Maður getur varið einn og einn bolta í einu en þegar tíu skjóta í einu af fullum þunga og í langan tíma lyppast maður bara niður. Já, ég bara hrundi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“

Björgvin Páll eltir Beckham: „Ég held að hann hafi aldrei verið flottari“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði

Nýtt æði á samfélagsmiðlum: Davíð Oddsson er gömul kona – Gísli Marteinn er furðufugl og lúði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóra Júlía nakin í París

Dóra Júlía nakin í París
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“

Reykjarvíkurdóttur misbýður orðræðan: „Ég hef aldrei upplifað mig jafn valdalausa og niðurlægða“