Föstudagur 13.desember 2019
Fókus

7 leiðir til að drepa tímann í röðinni

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 10. ágúst 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll höfum við upplifað að bíða í röð, hvort sem það er í röðinni í matvöruverslun eða á stórtónleika Ed Sheeran.

Þar sem það hefur myndast gífurlega löng röð í tengslum við tónleika þess rauðhærða höfum við tekið saman nokkra hluti sem þú getur gert til að drepa tímann í röðinni.

#1 – Læra öll lögin sem Ed Sheeran spilar í kvöld

Samkvæmt heimildum okkar er röðin akkúrat nógu löng svo þú getir hlustað á öll lögin sem Ed spilar í kvöld. Ekki örvænta ef þú ert ekki viss hvaða lög hann mun spila því við erum líka með ráð við því.

Sjáðu lögin sem Ed Sheeran spilar í kvöld

#2 – Syngja lögin hans Ed Sheeran

Það geta án efa flestir raulað með lögunum hans og hvar er betri staður til að taka saman hópsöng en í sjálfri röðinni á tónleikana. Við hvetjum þig til að syngja sem hæst og vonandi taka allir undir með þér.

#3 – Hringja í ættingja eða vin

Maður gleymir því oft hvað það er gott að spjalla við ættingja sína og vini. Þegar maður man eftir því að hringja í fólkið sitt og spjalla er oft mikið að gera svo það gleymist aftur. Þegar þú ert að bíða í röðinni hefurðu ekki mikið að gera og því er tilvalið að hringja í einhverja vel valda einstaklinga og detta í gott spjall.

#4 – Hver er maðurinn?

Þessi er klassískur tímamorðingi. Það eru flestir sem kunna leikinn og því tilvalið að spila hann við þá sem standa þér næst í röðinni.

#5 – Hlaupa á staðnum

Áttu erfitt með að finna tíma til að hreyfa þig? Hér er tækifærið! Þú ert fastur í röð og í stað þess að standa bara kyrr geturðu hlaupið af stað á staðnum. Þetta er tilvalið fyrir þá sem eru alltaf að tala um hvað þeir vilja hreyfa sig en finna aldrei tíma til þess.

#6 – Kynnast nýju fólki

Í röðinni með þér er fullt af fólki sem þú hefur aldrei hitt áður. Spjalliði saman og finnið hvort þið eigið eitthvað meira sameiginlegt en bara það að þið séuð bæði að fara á sömu tónleikana.

#7 – Njóta þess að gera nákvæmlega ekki neitt

Þetta er ótrúlega vanmetið. Það er ótrúlega gott stundum að njóta þess bara að gera ekki neitt. Það er stanslaust eitthvað í gangi þannig þegar tækifærið gefst til að gera ekki neitt þá er mikilvægt að nýta það tækifæri og njóta þess til fulls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Formaður Afstöðu undrast viðbrögð við veðrinu: „Við erum að ala upp aumingja“

Formaður Afstöðu undrast viðbrögð við veðrinu: „Við erum að ala upp aumingja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er pungurinn!“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri

„Það er pungurinn!“ – Sögur og sagnir af Borgfirðingum eystri
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni

„Hvern andskotans djöfulinn eruð þið að þvælast…“ Af Gústa guðsmanni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu

Hlustaðu á vinsæl íslensk jólalög komin saman í einni syrpu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“

Kristina syngur í stórmynd sem framleidd er af Warner Brothers – „Leikstjórinn vildi nota útgáfuna okkar“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Halla á von á þriðja barninu

Halla á von á þriðja barninu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Selma og Jónbi byrjuð saman

Selma og Jónbi byrjuð saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ásdís Rán ginnt í gildru: „Ég er blásaklaus og kannast ekkert við þetta“

Ásdís Rán ginnt í gildru: „Ég er blásaklaus og kannast ekkert við þetta“