fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Lögin sem Ed Sheeran spilar í kvöld – Spilar hann uppáhalds lagið þitt?

Fókus
Laugardaginn 10. ágúst 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestum er kunnugt mun Ed Sheeran syngja á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru vafalaust margir spenntir fyrir því að sjá þennan heimsfræga söngvara á sviði og það á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga.

Ed Sheeran hefur gefið út fjórar breiðskífur en þess á milli hefur hann gefið út 13 smáskífur. Rauðhærði Englendingurinn hefur því úr mörgum lögum að velja fyrir tónleikana.

Þar sem mikil spenna ríkir yfir tónleikunum eru eflaust margir að velta því fyrir sér hvaða lög það eru sem Ed Sheeran hefur valið að spila í kvöld.

Við á DV höfum kannað málið gaumgæfilega og farið yfir þá lagalista sem Ed hefur spilað á fyrri tónleikum. Við settum því saman lista yfir þau lög sem Ed mun líklegast spila á Laugardalsvellinum í kvöld.

#1 – Castle on the Hill

Þetta er annað lagið á Divided plötunni en tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi í tilefni þeirrar plötu. Á fyrri tónleikum kappans hefur hann yfirleitt opnað með þessu lagi og það eru allar líkur á því að hann geri það líka í kvöld.

#2 – Eraser

Ed hefur lagt það í vana sinn að spila þetta lag á eftir Castle on the Hill. Það er merkilegt að hann spili þessi tvö lög í þessari röð þar sem hún er alveg öfug við uppröðun plötunnar en Eraser er fyrsta lagið á plötunni Divided.

#3 – The A Team

Það má segja að þetta lag hafi skotið Ed Sheeran lengst upp á stjörnuhimininn. Þetta er fyrsta lagið á fyrstu breiðskífu hans en það fékk gífurlega mikla spilun á sínum tíma. Það kannast flestir við þetta lag en það hefur verið spilað yfir 500 milljón sinnum á Spotify auk þess sem það hefur yfir 300 milljón spilanir á YouTube.

#4 – Don’t / South of the Border

Ed hefur lagt það í vana sinn að spila nokkurs konar samblöndu af þessum tveimur lögum á tónleikum sínum. Fyrra lagið er gífurlega vinsælt en það hefur fengið tæplega 500 milljón spilanir á Spotify. Seinna lagið hefur ekki fengið jafn mikla spilun á efnisveitunni enda kom það bara út í ár.

#5 – Beautiful People

Þetta er fyrsta lagið á nýjustu útgáfu Ed Sheeran, No.6 Collaborations Project. Þetta lag hefur fengið tæpar 200 milljón spilanir á Spotify en það kom út fyrr á þessu ári.

#6 – Bloodstream

Þetta er sjöunda lagið á plötunni X sem kom út árið 2015. Lagið er rólegt og fallegt en við megum búast við hjartnæmum flutningi á þessu lagi frá Ed Sheeran í kvöld.

#7 – I Don’t Care

Þetta hefur verið eitt mest spilaða lagið í sumar. Það er ekki mikil furða á því enda reiða tveir stærstu tónlistarmenn samtímans saman hesta sína í því. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þeir vinna saman því Ed Sheeran hjálpaði Justin Bieber við gerð lagsins Love Yourself. Það muna flestir eftir því þegar Justin Bieber hélt tvenna tónleika í Kórnum árið 2016. Bieber er mikill Íslandsvinur og hefur því ábyggilega gefið Ed Sheeran góð ráð fyrir ferðina til Íslands.

#8 – Tenerife Sea

Þetta lag hefur iðulega verið það áttunda í röðinni á tónleikum Ed Sheeran en það er einmitt líka áttunda lagið á plötunni. Lagið hefur verið spilað yfir 400 milljón sinnum á Spotify.

#9 – Hearts Don’t Break Around Here / All of the Stars / Give Me Love

Hér bregður Ed aftur á þann leik að blanda nokkrum lögum saman en hér er um að ræða þrjú lög úr þremur mismunandi áttum. Hearts Don’t reak Around Here er af plötunni Divided, Lagið All of the Stars gerði Ed Sheeran fyrir myndina The Fault in our Stars en Give Me Love er af fyrstu plötunni hans. Ed hefur tekið þessa samblöndu þó nokkrum sinnum á tónleikum en hér fyrir neðan má sjá þegar hann gerði það á tónleikunum sínum í Helsinki fyrir stuttu.

#10 – Galway Girl

Þetta lag þekkja margir enda hefur það fengið mikla spilun bæði í útvarpi og á Spotify. Lagið hefur fengið rúmar 740 milljónir spilana á Spotify.

#11 – I See Fire

Lagið var gert í tengslum við aðra myndina í Hobbitaþríleiknum, The Hobbit: The Desolation of Smaug. Það verða ekki öll kvikmyndalög vinsæl en þegar Ed Sheeran sér um lagið þá hefur það gengið vel. Þetta lag hefur fengið yfir 630 milljón spilanir á Spotify.

#12 – Thinking Out Loud

Þetta er eitt vinsælasta lag kappans en það hefur fengið vel yfir milljarð spilana á Spotify. Lagið er einkar fallegt og án efa eiga einhverjir eftir að fella tár þegar hann syngur þetta frá hjartanu í kvöld.

#13 – Photograph

Það er erfitt að fylgja á eftir eins fallegu lagi og Thinking Out Loud en Ed hefur nóg af brögðum í erminni sinni. Hann hefur átt það til að spila lagið Photograph næst en það er einstaklega fallegt lag. Það er einnig með yfir milljarð af spilunum á Spotify.

#14 – Perfect

Þetta lag ættu flestir að kannast við enda var það í nánast stanslausri spilun á útvarpsstöðvum þegar það kom út og lengi eftir það. Enn og aftur er hér ákaflega fallegt lag enda Ed er afar fær í þeim bransa. Hann hefur líka gefið út tvær öðruvísi útgáfur af  laginu. í einni þeirra syngur hann með stórstjörnunni Beyoncé en í hinni syngur hann með meistaranum Andrea Bocelli.

#15 – BLOW

Þetta lag kemur úr allt annarri átt en lögin sem komu hér á undan. Hér er Ed í algjöru stuði og rokkar eins og enginn sé morgundagurinn. Hann hefur átt það til að taka þetta lag beint á eftir rólegu syrpunni sem kom hér á undan.

#16 – Sing

Algjört stuðlag sem mun að öllum líkindum fá alla til að dilla sér á Laugardalsvellinum í kvöld. Ed hefur átt það til að enda á þessu lagi en að sjálfsögðu á hann það líka til að vera klappaður upp.

Uppklappið – Shape of You

Ed Sheeran geymir yfirleitt þetta lag til að taka það ef lýðurinn tryillist þegar hann fer af sviðinu. Þá kemur hann aftur á sviðið og tekur þetta lag sem er það mest spilaða af öllum lögum á Spotify. Lagið hefur fengið yfir tvo milljarða spilana á Spotify svo það ættu allir að kannast við það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn

Gísli Marteinn hélt að grín sitt um Garðabæ væri ýkjur en annað kom á daginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu

35 ára bústaður Eydísar fékk allsherjar yfirhalningu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“

Kristín Avon blæs á sögusagnirnar um faðerni dóttur sinnar: „Rétt skal vera rétt“
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“
Fókus
Fyrir 1 viku

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum

Gæti vel hugsað sér að starfa á Landspítalanum