fbpx
Fimmtudagur 27.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Sunna var orðin þreytt á hrekkjum Valgeirs og náði sér niður á honum: „Ég hélt að Laddi væri að hefna sín“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2019 13:33

Vinirnir Valgeir Elís og Sunna Dís.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir er kunnugur mörgum landsmönnum sem maðurinn sem kom af stað kjaftasögunni að Laddi væri látinn. Gert var grín að málinu í Áramótaskaupinu 2018.

Valgeiri finnst gaman að hrekkja vini sína, þeim til mikillar ama, en vinkonu hans tókst loksins að ná fram sætri hefnd.

Sunna Dís Ólafsdóttir setti inn færslu í Facebook-hópinn Fyndna frænka, þar sem hún óskaði eftir aðstoð við að hefna sín á honum.

„Okei stelpur. Vinur minn er alltaf að fokka eitthvað í mér, tagga mig í fullt af sjitti á gefins síðum og alls konar rugli. Mig langar að fokka aðeins í honum til baka. Nennið þið að hringja í hann í síma xxx-xxxx og reyna að herma eftir Chewbacca og skella svo á. Hann á eftir að BIIIILAST.“

Chewbacca er hávaxið loðdýr úr Stars Wars kvikmyndunum sem urrar á einstakan hátt. Færslan fékk góðar undirtektir og fólk byrjaði að hringja.

„Ég byrjaði að fá símtölin um 23:30 á sunnudagskvöldið og ég hélt fyrst að þetta væri Sunna að hringja úr síma sonar síns,“ segir Valgeir Elís í samtali við DV.

„Ég hringdi í hana strax en hún neitaði sök. Svo komu tvö önnur símtöl og ég hélt enn þá að þetta væri hún, en hún neitaði. Ég þurfti að setja símann á silent og hann hætti ekki að hringja fyrr en hálf tvö um nóttina.“

Valgeir segir að daginn eftir hafi símtölin haldið áfram.

„Síminn hætti ekki að hringja og alltaf var þetta fólk að gera chewbacca hljóð og skella á. Sumir báðu mig um að kenna sér hljóðið,“ segir Valgeir og hlær.

Síminn hjá Valgeiri hringdi stanslaust og var hann farinn að halda að Laddi væri að reyna að ná fram hefndum.

„Þetta var í kringum 70 símtöl. Ég var farinn að halda að þetta væri einhver útvarpsþáttur að gera skets eða að Laddi væri að hefna sín,“ segir Valgeir og skellir upp úr.

Á endanum komst Valgeir að því hver hinn raunverulegi sökudólgur væri, en Valgeir fékk óvart sent skjáskot af færslunni.

„Ég snappaði smá á Sunnu en tók þessu ekkert illa. Mér finnst þetta bara fyndið.“

Margir sem hringdu í Valgeir deildu myndböndum af því undir færsluna í Fyndna frænka. Valgeir sendi DV einnig myndbönd sem Sunna tók af honum þegar hann fékk nokkur símtöl. Hér að neðan má sjá nokkur myndbönd.

Valgeir segir að hann hafi kannski átt þetta skilið en bjóst ekki við þessu.

„Ég er alltaf að rugla í henni en ég bjóst ekki við þessum viðbrögðum,“ segir hann og hlær.

Hægt er að fylgjast með Valgeir á Snapchat undir @valgeirelis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný Matrix-mynd á leiðinni?

Ný Matrix-mynd á leiðinni?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi fer í andlitsaðgerð í dag: „Farin að hlakka rosalega mikið til“

Alexandra Briem varaborgarfulltrúi fer í andlitsaðgerð í dag: „Farin að hlakka rosalega mikið til“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs

Illskeytt innflutningsgjöf – Þórunn Antonía nýjasta fórnarlamb lúsmýs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldunni brá þegar að Arnar skráði sig í maraþon: „Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar“

Fjölskyldunni brá þegar að Arnar skráði sig í maraþon: „Það var eins og ég væri að fara í fallhlífarstökk án fallhlífar“