fbpx
Mánudagur 26.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fókus

Samsæriskenningar umkringja Hatara – Mútugreiðslur, stuldur og skemmdarverk

Fókus
Þriðjudaginn 21. maí 2019 21:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar geta verið stoltir af liðsmönnum Hatara sem nældu sér í 10. sæti í nýafstaðinni Eurovision-keppni. Það er óumdeilanlegt að framlag Íslands þetta árið, Hatrið mun sigra, hafi verið umdeildasta atriði sem Íslendingar hafa sent út í þennan stærsta sjónvarpsviðburð ársins og var það ljóst frá fyrsta degi að Hataraliðar myndu viðra sínar pólitísku skoðanir um hernámið í Ísrael í aðdraganda keppninnar. Þá lýstu þeir yfir eindregnum stuðningi við Palestínu.

Í ljósi þess hve eldfim þátttaka Hatara var í Eurovision voru smíðaðar ýmsar samsæriskenningar um hvernig Ísraelsmenn reyndu að þagga niður í Höturum og koma í veg fyrir að þeir bæru sigur úr býtum í keppninni. Hér eru nokkrar þeirra.

Matthías ekki í takti

Það vakti athygli landsmanna á úrslitakvöldi Eurovision að Matthías Tryggvi Haraldsson, annar söngvari Hatara, virtist ekki vera í takti við lagið á einum tímapunkti, líkt og hann heyrði ekki í laginu. Þá fóru samsæriskenningar á flug, bæði hér heima og erlendis, um að þetta væri enn ein tilraun Ísraelsmanna til að þagga niður í Hatara.

Þá héldu einhverjir því fram að ísraelska sjónvarpsstöðin KAN hefði skipt í upptöku af dómararennsli í lagi Hatara því forsvarsmenn stöðvarinnar hræddust mótmæli Hatara á sviðinu í beinni útsendingu. Þessi upptaka hér fyrir neðan sýnir að svo var ekki:

Hins vegar er vert að benda á að enginn annar flytjandi á úrslitakvöldi Eurovision átti í vandræðum með hljóðið sjálft, þó söngurinn hafi ekki alltaf verið upp á marga fiska.

Hinn umdeildi fáni

Einhverjir hafa haldið því á lofti að Hataraliðar hafi nýtt tækifærið á úrslitakvöldinu, þegar að atkvæði úr símakosningu voru opinberuð, til að halda fána Palestínu á lofti til að leggja sitt á vogarskálarnar að RÚV yrði vísað úr keppni í sparnaðarskyni.

Hatarar með palestínska fánann í beinni útsendingu.

Þessi kenning virðist þó vera ansi ólíkleg þar sem Hatarar hafa verið trúir sinni sannfæringu allt frá upphafi Eurovision-ferlisins.

„Það var ekkert annað í stöðunni, það er ekki hægt að halda svona keppni sem á að snúast um sameiningu og frið meðal manna, sem er fallegt í sjálfu sér, en miðað við það sem á sér stað í þessu landi er ekki hægt að líta fram hjá því. Við viljum að listin minni á stærra samhengið,“ sagði Matthías í samtali við RÚV eftir úrslitakvöldið.

Sekúndum stolið af Hatara

Eitt sem var ansi gegnum gangandi í keppninni í Tel Aviv var hve stuttan sjónvarpstíma Hataraliðar fengu frá því að flutningi þeirra á Hatrið mun sigra lauk og þar til kynnar komu á skjáinn. Aðili í aðdáendaklúbbi Eurovision á Íslandi á Facebook ákvað að mæla þennan tíma í fyrri undankeppni, allt frá síðasta tóni og þar til Eurovision-stjarnan var sýnd. Niðurstöður þessara mælinga voru að öll lögin fengu átta til ellefu sekúndur nema Ísland sem fékk 3,4 sekúndur.

Þá tóku sjónvarpsáhorfendur eflaust eftir því að þeir áhorfendur sem sýndir voru eftir atriði Hatara voru ekki klappandi, ólíkt þegar sýnt var frá hinum atriðunum. Það er þekkt að átt við sé útsendinguna með þessum hætti, til dæmis þegar ekki heyrðist að púað var á rússneska flytjandann Polinu Gagarinu í Vín árið 2015.

Dómnefndum mútað

Hatari fékk aðeins 48 stig frá dómnefndum Evrópulandanna en 186 stig úr símakosningu almennings. Sú samsæriskenning hefur heyrst að forsvarsmenn KAN hafi mútað dómnefndum víðs vegar úr Evrópu til að halda stigum Íslands í lágmarki.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sú kenning er viðruð að dómnefndum sé mútað. Lagið Congratulations með Cliff Richard var líklegast til sigurs í Eurovision árið 1968. Hins vegar fór það svo að lagið La La La með Massiel frá Spáni vann með aðeins eins stigs mun. Strax fóru sögusagnir á kreik um að spænski einræðisherrann Francisco Franco hefði mútað dómnefndum til að tryggja sigur Spánar svo keppnin yrði haldin þar að ári. Vildi hann sýna sem flestum hve frábært land og þjóð væri.

Hvít-Rússar með í þögguninni?

Mikla athygli vakti nokkrum dögum fyrir úrslitin í Eurovision í ár að dómnefndin í Hvíta-Rússlandi opinberaði stigagjöf sína. Í opinberun Hvít-Rússa kom fram að dómnefndin væri ekki par hrifin af framlagi Íslands og hefði dregið það niður. Samband evrópskra sjónvarpsstöðva bannað því að stig dómnefndar yrðu gild á úrslitakvöldinu, enda með öllu óheimilt að opinbera stig dómnefndar fyrr en eftir úrslitakvöldið, þar sem það getur haft áhrif á kosningu. Einhverjir hafa velt fyrir sér hvort Hvít-Rússar hafi verið í slagtogi með Ísraelsmönnum og tekið sérstaklega fram að dómnefnd hafi dregið íslenska atriðið niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Íris kafar í unað kvenna: „Fá konur fullnægingu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs?“

Íris kafar í unað kvenna: „Fá konur fullnægingu yfir höfuð? Ef ekki njóta þær þá þess að stunda kynlífs?“
Fókus
Í gær

Forsetahjónin í Reykjavíkurmaraþoninu

Forsetahjónin í Reykjavíkurmaraþoninu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólafur heppinn að vera á lífi: „Þegar Ragnheiður kom að mér, andaði ég eitthvað lítið“

Ólafur heppinn að vera á lífi: „Þegar Ragnheiður kom að mér, andaði ég eitthvað lítið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hræðileg reynsla Theodóru af leigubílsstjóra á menningarnótt: „Ég fæ martraðir, heilu ári seinna“

Hræðileg reynsla Theodóru af leigubílsstjóra á menningarnótt: „Ég fæ martraðir, heilu ári seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki

Barnavikan mikla – Frjósemi Íslendinga í hámarki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lítt þekkt ættartengsl – Spéfuglinn og Samfylkingarhjónin

Lítt þekkt ættartengsl – Spéfuglinn og Samfylkingarhjónin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Umdeildur fótboltalæknir

Umdeildur fótboltalæknir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bíókóngur Íslands með margar milljónir á mánuði

Bíókóngur Íslands með margar milljónir á mánuði