fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Stórstjörnur í Breiðdal? – „Ég hef aldrei kynnst öðru eins“

Fókus
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska skemmtifyrirtækið The Ashram hefur hafið sölu á Íslandsferðum en bækistöðin verður sveitahótelið Silfurberg í Breiðdal, miðsvæðis á Austurfjörðum. Margar heimsfrægar stjörnur hafa nýtt sér ferðir þessa fyrirtækis í gegnum tíðina og má nefna Barböru Streisand, Gwyneth Paltrow, Cindy Crawford, Ashley Graham og Opruh Winfrey á meðal þeirra.

Breiðdalur er víðlend sveit þar sem ár liðast til sjávar um gróið sléttlendi og laðar náttúrufegurð svæðisins til sín göngu- og útivistarfólk af öllum toga. Í lýsingu fyrirtækisins á Íslandspakkanum segir meðal annars:

„Ísland er ein athyglisverðasta og eftirsóttasta staðsetning heims fyrir ævintýri og náttúruunnendur um allan heim. Bækistöðvar okkar eru að finna austan megin við landið og langt frá þeim stöðum sem ferðafólk sækist í venjulega.“

Áætlað er að Íslandsheimsóknir á vegum The Ashram verði frá 14. júlí til 10. ágúst, en í ferðum fyrirtækisins er lögð áherslu á hreyfingu, slökun og útivist til að efla líkamlegt hreysti þátttakenda.

Catharina Hedberg, einn af stofnendum The Ashram, segir í samtali við tímaritið Vogue að Bandaríkjamenn voru í mjög slæmu ásigkomulagi fyrir 45 árum síðan, bæði andlega og líkamlega. Hún segir ástandið hafa verið svo slæmt í þá daga að aðeins þeir sem voru í góðu formi gátu gengið upp heimreiðina. Catharina hælir Silfurbergi og segist hvergi hafa fundið neitt þessu líkt: „Ég hef aldrei kynnst öðru eins. Við erum lengst, lengst uppi í fjöllum og staðurinn hefur hreint vatn, hreint loft og hreina orku,“ segir hún við Vogue.

„Á næsta bæ er amma sem býr til hinar dýrlegustu en jafnframt ódýru ullarpeysu, húfur, vettlinga og trefla. Við munum ráðast inn til hennar. Við eigum eftir að vilja versla,“ segir Catharina hress.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Í gær

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki