fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Fókus

Heimili Kylie Jenner er bleikt og stórglæsilegt – Sjáðu myndirnar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars tölublaði Architectural Digest sýna mæðgurnar Kris og Kylie Jenner lesendum nýjustu heimili sín, en tvær mismunandi forsíður eru í boði með sitt hvorri Jenner á sínu heimili.

Athafnakonan, raunveruleikasjónvarpsstjarnan, fyrirsætan og yngsti meðlimur Kardashian/Jenner klansins Kylie Jenner er orðin að stórveldi ein og sér, snyrtivörumerki hennar er andvirði um 800 milljóna dollara. Forbes tímaritið telur að hún sé á góðri leið með að verða yngsti billjarðamæringur sögunnar. Hún er með 124 milljón fylgjenda á Instagram.

„Kylie er hin fullkomna stjarna, hinn fullkomni áhrifavaldur. Það er magnað að einhver á hennar aldri hafi áorkað svona miklu,“ segir Martyn Lawrence Bullard, hönnuður AD100 í Los Angeles sem fékk það hlutverk að hanna draumheimili súperstjörnunnar.

Heimilið er í Hidden Hills í Los Angeles stutt frá heimili móður hennar og systkinum hennar. Umfjöllunina má finna hér.

Kylie Jenner í kjóll eftir Marcv Jacobs og Christian Louboutin sjón fyrir framan listaverk Jean-Michael Basquiat í setustofunni
Aðalbaðherbergið með handklæðum frá Louis Vuitton og vintage kokteilborði frá Curtis Jere

„Ég sagði við Martyn að ég vildi ferskt, skemmtilegt andrúmsloft í stíl við hvernig mér líður. Litur var mikilvægur. Ég elska bleikan og ég vildi fullt af honum,“ segir Jenner um fyrstu hugmyndir hennar við hönnuðinn.

Skipulag var mikilvægt líka. „Fataskáparnir mínir og snyrtiherbergið eru mér mjög persónulegir, alveg niður í hverja og einustu skúffu, sem þarf að passa fyrir mínar vörur og föt. Ég ver miklum tíma í þessum herbergjum þannig að þau urðu að vera fullkomin.“

„Lokaútkoman er glæsileg, en á sama tíma mjög aðlaðandi. Jenner elskar að taka á móti gestum og það er ekkert sem er svo ómissandi að það megi ekki standa, hoppa eða dansa á því,“ segir hönnuðurinn.

Fullt af tilvísunum er í snyrtivörumerki Jenner, sem dæmi í borðstofunni þá er leðuráklæði stólanna sérlitað til að samsvara varalitunum í merki Jenner. „Ég er með fullt af Kylie snyrtivörum, verðlaunum og tímaforsíðum um allt hús sem hvetja mig á hverjum degi. Ég er mjög stolt af því sem ég hef afrekað.“

Þegar hönnunarferlið var hálfnað komst Jenner að því að hún átti von á barni með rapparanum Travis Scott, þannig að nauðsyn var á barna- og leikherbergjum. „Stormi hefur yfirtekið húsið með leikföngunum sínum, segir Jenner hlæjandi. En það eru ekki bara leikföng, fyrir barnið dugar ekkert minna glamúr og bling en fyrir móðurna, Fendi barnakerra og Lamborghini bíll eru á meðal þess sem barnið á.

Barsetustofan, neonskilti eftir Tracey Emin og myndir eftir Andy Warhol fyrir ofan vintagesófa Milo Baughman
Setustofan

Gestir Jenner geta meðal annars setið í hengirúminu í stofunni, á meðan þeir njóta veitinga af sérsmíðuðum kokteilbörum þar sem pláss er fyrir ís, kampavín og kavíar. Á barnum/setustofunni er biljardborð, spilakassar, Saint Laurent brimbretti og  smokka skúlptúrar úr seríunni Size Does matter eftir listamanninn Beau Dunn. Listaverk Andy Warhol af Jenner sjálfri og dollaramerkjum prýða rýmið.

„Jenner dýrkar Marilyn Monroe þannig að það eru listaverk af henni eftir Warhol í aðalstiganum. Almennt þá völdum við listaverk sem eru tilvalin fyrir ungan safnara með feminískan smekk. Allt endurspeglar persónuleika Kylie.“

Svart hvítar myndir af Brigitte Bardot, Audrey Hepburn og Twiggy prýða veggina, ásamt fiðrildamyndum Jean-Michael Basquiat.  Neonskilti Tracey Emin fangar best andrúmsloftið með orðunum I Can´t Believe How Much You Love Me (Ég trúi ekki hversu heitt þú elskar mig).

Átta myndir eftir Damien Hirts eru fyrir ofan sófasettið í hjónaherberginu
Barinn er fullur af listaverkum, málverk eftir Alec Monopoly, smokkar Beau Dunn og Saint Laurent brimbretti, auk vintage barstóla frá Milo Baughman
Hengirúm í fjölskylduherberginu
Gestaherbergið, þar hanga myndir af móður Kylie, Kris Jenner

 

Stigapallurinn á efr i hæðinni

Á YouTube rás Architectural Digest eru einnig reglulega birt myndbönd af heimilum fræga fólksins. Heimilin eiga það flest sameiginlegt að vera einstaklega glæsileg og falleg.

Í nýjasta myndbandinu er rætt við mæðgurnar og litið inn á heimili Kylie.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Edda segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Birgittu – „Þetta átti ekki að koma þannig út“

Edda segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr Birgittu – „Þetta átti ekki að koma þannig út“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir galið að það sé ekki rætt meira um heilsu í tengslum við Covid – „Þetta er bara staðreynd“

Segir galið að það sé ekki rætt meira um heilsu í tengslum við Covid – „Þetta er bara staðreynd“
Fastir pennarFókus
Fyrir 3 dögum

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?

Kanye West – einstakur snillingur eða hættulegur leiðtogi sértrúarsöfnuðar?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju

Átta atriði sem ég lærði af Katrínu Tönju
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Netflix og chill fram undan…

Stjörnuspá vikunnar – Netflix og chill fram undan…
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“

Kristín er sú eina sem starfar við þetta á Íslandi – „Þetta eru ekki bara kynlífssenur“