Laugardagur 28.mars 2020
Fókus

Ömurlegt hark að vera rithöfundur – Segir að fjölga verði starfslaunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 16:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur rithöfundur, Jónas Reynir Gunnarsson, ritaði í dag Facebook-pistil um kjör rithöfunda. Skrifin hafa vakið athygli í bókmenntaheiminum og margir rithöfundar deilt færslunni. Jónas þykir á meðal efnilegustu höfunda þjóðarinnar af yngri kynslóðinni og hefur hann bæði sent frá sér skáldsögur og ljóð.

Meginntak pistilsins er það að vegna smæðar íslenska markaðarins sé vonlaust fyrir íslenska rithöfunda að lifa af bóksölu. Starfslaun rithöfunda séu því forsenda þess að höfundar geti lifað af ritstörfum. Jónas bendir á að framtíð íslenskra bókmennta sé meðal annars undir því komin að til séu atvinnurithöfundar á landinu.

Að mati Jónasar eru of fáir höfundar á starfslaunum í of stuttan tíma. Hann telur samt enga mismunun vera á ferðinni heldur sé heildarpottur starfslaunanna allt of lítill. Hann andmælir því líka að ekki sé hægt að mæla vinnu rithöfunda í peningum:

„Ég verð að viðurkenna að það gerir mig klikkaðan að heyra fólk tala um hvað bókmenntir séu mikil ástríðuvinna og ekki sé hægt að mæla árangurinn í peningum. Það vill svo til að þeir sem tala svona eru oftast á föstu kaupi sem er talsvert hærra en listamannalaun. Sjálfur myndi ég aldrei tala svona, enda næ ég ekki upp í 200 þúsund krónur á mánuði fyrir vinnuna mína. Það er líka erfitt að hlusta á fólk tala um að framtíðin sé björt, en horfa framhjá hversu ömurlegt hark þetta er, sem lýsir sér í því að ungir höfundar sem eru að slá í gegn þessi jólin og fá tilnefningar út og suður eru samt sem áður að krossa fingur og vonast eftir skitnum 3 eða 6 mánuðum á næsta ári, til að halda áfram að skrifa.“

Pistilinn má lesa í heild hér fyrir neðan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 5 dögum

Vigdís er fegin að hafa djammað svona mikið: „Mikið um snertingar og líkamsvessar út um allt“

Vigdís er fegin að hafa djammað svona mikið: „Mikið um snertingar og líkamsvessar út um allt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jón Jónsson segir frá því þegar hann var í ástarsorg: „Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag“

Jón Jónsson segir frá því þegar hann var í ástarsorg: „Ætli það sé ekki þess vegna sem við Hafdís erum hjón í dag“
Fókus
Fyrir 1 viku

Patrekur fór á óvenjulegan stað með pabba sínum – „Þeir voru svo sveittir og sóðalegir“

Patrekur fór á óvenjulegan stað með pabba sínum – „Þeir voru svo sveittir og sóðalegir“
Fókus
Fyrir 1 viku

Birtir syrpu af skemmtiljóðum á Degi ljóðsins

Birtir syrpu af skemmtiljóðum á Degi ljóðsins