Föstudagur 06.desember 2019
Fókus

Segir Íslendinga sem flytja til útlanda vera kraftmikið fólk: Letingjarnir fara hvergi – „Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi“

Fókus
Sunnudaginn 17. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Lóa Pind hefur ferðast víða um heiminn og heimsótt Íslendinga í þáttunum Hvar er best að búa? Önnur þáttaröð fór af stað á dögunum. Í tilefni af því ákvað Ísland í dag að spyrja Lóu sjálfa hvar henni þætti sjálfri best að búa.

„Það þýðir eiginlega ekkert að spyrja mig. Ég var búin að taka ákvörðun áður en ég byrjaði yfirhöfuð á þessari seríu: „Mig langar að búa í Andalúsíu á Spáni,“ segir Lóa.

Draumurinn er að kaupa sveitabæ í jaðri þorps, gera upp og koma upp sítrónugarði og appelsínutrjám… Eða eyða ellinni þar allaveganna. Ég elska Ísland samt, svo það sé alveg á hreinu. Ég er ekki að reyna að koma þjóðinni úr landi.“

Þegar Lóa er spurð að því hvar vesenisstuðullinn vhafi verið verstur í sjónvarpsþáttum hennar segir hún svarið vera tvímælalaust í Katar.

„Það var gríðarlegt vesen, því ég komst að því þegar við komum þangað að við mættum ekki mynda í landinu. Það var pínu vesen, sem þýðir að við þorðum lítið að taka upp kameruna á almannafæri, sem er mjög fúlt þegar maður vill mynda framandi samfélag,“ segir Lóa.

Fjölmiðlakonan segir stóran hluta þeirra sem hún heimsækir í þáttunum vera fólk sem vill flýja kuldann á Íslandi. „Fólk er yfirleitt ekki að flytja út til að flýja Íslenskt samfélag, en ætli þetta sé ekki bara í manneskjunni?“ spyr Lóa. „Þetta er almennt fólk sem hefur framtak og drift, fólk sem er kraftmikið. Letingjarnir fara ekkert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi

Söguleg, vandræðaleg og sprenghlægileg augnablik í bresku sjónvarpi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?

Þetta er það sem hefur sundrað Íslendingum á netinu – „Byrjun á heimsendanum“ – Hvorum megin stendur þú?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“

Vikan á Instagram: „Mamma mín tekur myndir, hún er mega góð í því líka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður

10 ástæður fyrir því að Andrés Ingi er toppmaður