fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Birgir Hákon segist vera hættur í neyslu: „Það vill engin verða ofbeldismaður eða ógæfumaður“

Fókus
Miðvikudaginn 9. október 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn umdeildi Birgir Hákon sagði í viðtali í Íslandi í dag, í kvöld að hann væri hættur í neyslu.

Tónlist Birgis hefur aðallega snúist um líf í undirheimum Reykjavíkur, en fíkniefni, byssur, ofbeldi og deilur við lögregluna eru algeng umfjöllunarefni í lögum hans.

Birgir segist hafa byrjað ungur að fikta við fíkniefni og verið byrjaður að selja þau þegar hann var 16 til 17 ára.

„Ég lenti mikið í útistöðum við lögregluna ungur, mér fannst lögin ekki alltaf eiga við um mig,“

Þegar fréttamaður spyr Birgi hvort hann hafi verið alræmdur svarar hann játandi, hann viðurkennir að hann hafi beitt grófu ofbeldi.

Hann segist bæði hafa lent í því að skotið væri í átt að sér og í hnífsárás.

„Ég ætlaði ekkert að verða svona, það vill engin verða ofbeldismaður, eða ógæfumaður.“

Birgir talar þó um að lífsstíll hans hafi veit honum mikinn pening, en hann fullyrðir að hafa átt tíu milljónir í seðlum einungis tvítugur að aldri.

Birgir segir hann hafi þurft að breyta um lífsstíl þegar að móðir hans greindist með mjög alvarlegt krabbamein, en Birgir segist ekki hafa getað heimsótt hana á spítala vegna neyslu sinnar.

Birgir segist nú vera búin að vera edrú í meira en ár. Hann segir að rapparinn Herra Hnetusmjör hafi hjálpað sér mikið í því að snúa við blaðinu, þó að Birgir hafi upprunalega verið ósáttur með að Herra Hnetusmjör skyldi verða edrú.

Birgir segir að erfitt hafi verið að slita á tengsl við suma einstaklinga, þó að heilt yfir lýði honum betur í dag.

„Ég þarf ekki að pæla hvort að ég sé eftirlýstur eða eitthvað,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Í gær

Grunlaus um endalok beðmálanna

Grunlaus um endalok beðmálanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu

Líttu aftur – Aðdáendur héldu Jennifer Lopes vera aðra stórstjörnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina