fbpx
Laugardagur 30.maí 2020
Fókus

Sara Heimis og kærastinn komin með nóg: „Segja að ég hafi drepið hann sem meikar ekki sens“

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2019 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærasti vaxtaræktarkonunnar Söru Heimisdóttur, vöðvafjallið Chris Miller, birti á dögunum mynd á Instagram af þeim báðum og sagðist fastlega búast við því að hann fengi fá læk. Það reyndist ekki rétt en það vakti upp spurningu um það hvers vegna hann héldi það. Í skriflegu samtali við DV þá segir Sara að hatursfullir fylgjendur Rich heitins Piana, fyrrverandi eiginmanns Söru, séu enn að áreita hana.

Sjá einnig: Sara Heimis minnist Rich Piana

Piana lést árið 2017 en Sara og hann skildu árið áður. Piana var vinsæll í vöðvaheiminum og öfgafyllstu fylgjendur hans bjuggu til þá samsæriskenningu að Sara hafi komið að andláti hans. Svo virðist sem áreiti þeirra sé ekki hætt nú tveimur árum síðar.

Sjá einnig: Kærasti Söru Heimis hætt kominn eftir hjartaáfall – „Ég var mínútum frá því að missa hann“

Sara segir að Miller hafi tekið eftir því að Instagram-færslur þar sem hún var á mynd hafi fengið færri læk en aðrar. „Hann skrifaði þetta af því að í hvert skipti sem ég eða hann póstum myndum af okkur saman þá fáum við nánast engin like né neitt ásamt fullt af hatri en við sjáum i insights á IG að það sjá allir myndirnar en eru ekki að ýta á like. Acting like typical haters,“ lýsir Sara.

Sjá einnig: Sara Heimis í hart við Rich Piana: „Ég mun hafa upptökur sem sýna það að hann var oft að öskra á mig og ég grátandi“

Hún segir Miller hafi því ákveðið að ögra þessu fólki. „Þannig hann ákvað að skrifa þetta því þetta er svo fáránlegt! Alveg ótrúlegt að fólk geti ekki samgleðst öðrum. Fólk er ennþá að gefa mér skít tengt Rich, segja að ég hafi drepið hann sem meikar ekki sens!! Fólk dæmir áður en það veit sannleikann,“ segir Sara.

Hún segist að lokum ætla að segja söguna alla í bók. „Ég veit að ég hef ekki deilt öllu með almenning ennþá en planið er að skrifa bók einn daginn til að segja mína sögu frá upphafi. Ég veit ég get hjálpað mörgum með að deila minni reynslu í lífinu. Hlakka til!!! Margt sem ég er að vinna í núna sem ég get ekki beðið eftir að deila með ykkur öllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhorfendur í áfalli yfir rasískum og óviðeigandi atriðum úr America’s Next Top Model

Áhorfendur í áfalli yfir rasískum og óviðeigandi atriðum úr America’s Next Top Model
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram

Segir að vændi geti verið ánægjulegt en hún væri ekki á lífi ef hún hefði haldið áfram
Fókus
Fyrir 1 viku

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er

Sjáðu myndir af dýrasta sumarhúsi sem til sölu er
Fókus
Fyrir 1 viku

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið

Eiður smári lét lokkana fjúka – frjáls við grillið
Fókus
Fyrir 1 viku

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni

Fjölnir Þorgeirs og Margrét eiga von á barni
Fókus
Fyrir 1 viku

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“

Sumarfrísplön þekktra Íslendinga: „Skaftárfell líklega fallegasti staður á jarðríki“