fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fókus

Fylgjendur skipta miklu máli á Íslandi: „Á einni nóttu misstum við allt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef eytt miklum pening í auglýsingar, örugglega svona tveimur milljónum. Við vorum með sex þúsund fylgjendur og á einni nóttu misstum við allt,“ segir Ewelina Engel, eigandi Amazon Keratin Iceland, í samtali við DV. Ewelina er einnig opinber dreifingaraðili Amazon Keratin á Íslandi og kennir hárgreiðslufólki á meðferðina.

Ewelina hefur eytt síðastliðnum þremur árum í að byggja upp Facebook-síðu fyrirtækis síns, Amazon Keratin Iceland. Síðan var komin með um sex þúsund fylgjendur. Skyndilega hvarf síðan og hefur það haft víðtæk áhrif á Ewelinu og fyrirtæki hennar. Hún hefur tapað viðskiptum, peningum og kúnnum vegna þessa, en einnig hefur þetta haft áhrif á andlega heilsu hennar.

Hún segir að þetta hafi byrjað á því að persónuleg Facebook-síða hennar hvarf skyndilega. Nokkrum klukkustundum seinna hvarf Facebook-síða Amazon Keratin Iceland.

Ewelina hafði samband við Facebook sem hóf skoðun á málinu en hún hefur ekki fengið nein svör. Það er ekki hægt að rekja síðuna eða komast að því hvað hafi gerst. Hún spyr sig hvort um mistök hafi verið að ræða eða hvort hún hafi hreinlega verið hökkuð.

Þetta kemur upp þegar maður fer inn á síðuna.

„Við höfðum samband við Facebook sem hóf rannsókn á málinu en meira segja þau vita ekki hvað gerðist. Það hvarf skyndilega allt saman. Ef þú reynir að finna mig á Google þá er linkurinn á síðuna óvirkur,“ segir hún.

Hún segir að í dag er Facebook ómissandi fyrir fyrirtæki. Þaðan fær hún flesta kúnna og er þetta stór hluti af hennar lífsviðurværi. Það voru yfir hundrað jákvæðar umsagnir á síðunni og glötuðust þær allar með síðunni.

„Það er ekki auðvelt að fá fylgjendur. Fólk vill ekki líka við síður, maður þarf að borga fyrir það í gegnum auglýsingar, gjafaleiki og annað. Þetta var auðvitað sjokk, ég grét mikið. Við erum líka í vandræðum með þetta því við vorum með allan okkar kúnnahóp á Facebook og notuðum bókunarkerfið í gegnum Facebook. Við vitum til dæmis ekkert hver á bókaðan tíma á morgun og þurfum að vera í vinnunni og bíða eftir næsta kúnna,“ segir Ewelina.

„Ég var uppi í rúmi í þrjá daga, ég grét svo mikið. Ég lagði svo hart að mér, ég bauð áhrifavöldum í meðferð, hafði fjölda gjafaleika og skyndilega er allt horfið,“ segir hún.

„Það eru margir frægir á Íslandi fyrir að vera með fylgjendur. Einn daginn getur þetta skyndilega allt horfið og þú þarft að byrja upp á nýtt,“ segir Ewelina.

Ewelina hefur stofnað nýja Facebook-síðu fyrir Amazon Keratin Iceland og er komin með um 250 fylgjendur. „Við þurfum að gera allt aftur og það er mjög erfitt. Ég hef ekki orkuna að gera þetta aftur. Ég vona að við fáum síðuna aftur,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu

Einstaklega falleg íbúð til sölu á Hverfisgötu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“

Sunneva gáttuð að ungir krakkar séu farnir að sækjast aftur í þetta – „Náttúrulega alveg galið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“

Skilur ekkert í myndinni sem raunveruleikastjarnan birti af honum – „Uuu… hvað gerðirðu við andlitið mitt?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins

Hópur unglinga var að eyðileggja upplifunina í Smárabíó – Hrósar viðbrögðum starfsfólksins
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“

Telur sig hafa slegið Íslandsmet í dósaflokkun – „RIP allir aðrir sem voru að fara með dósir á eftir þér“