fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Fyrirtæki Tönju Ýrar gjaldþrota

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 08:30

Tanja Ýr. Skjáskot/YouTube @tanjayr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Social Kaktus ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið er í eigu fegurðardrottningarinnar og samfélagsmiðlastjörnunnar Tönju Ýrar Ástþórsdóttur og Maríu Hólmgrímsdóttur. Tanja á fimmtíu prósenta hlut í fyrirtækinu og María hin fimmtíu prósentin. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Fyrirtækið Social Kaktus var stofnað af þeim Tönju og Maríu í janúar í fyrra samkvæmt fyrirtækjaskrá. Þær tvær eru báðar prókúruhafar í félaginu og sitja í stjórn ásamt maka Maríu, Pálma Hrafni Tryggvasyni, sem er varamaður í stjórn. María hefur farið með framkvæmdastjórn félagsins.

Meðal þess reksturs sem heyrði undir Social Kaktus ehf. var skartgripaverslunin Bossbabe.is sem DV fjallaði um fyrr á árinu, en hefur nú verið lokað. Á síðunni Bossbabe.is var hægt að finna ýmiss konar skartgripi og glingur, en sams konar skartgripi fann DV á erlendum vefverslunum, svo sem Aliexpress, á margfalt lægra verði. Þá var það einnig fréttnæmt að Tanja auglýsti Bossbabe grimmt á sínum samfélagsmiðlum án þess að taka fram að hún ætti helmingshlut í versluninni.

Sjá einnig: Tanja Ýr opnar sig um glingrið frá Kína: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja og María rötuðu í fréttirnar árið 2016 tengt öðru viðskiptaævintýri þegar þær stofnuðu umboðsskrifstofuna Eylenda sem tengdi saman áhrifafólk á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Fyrirtækið gekk vel og var með margar áhrifamestu samfélagsmiðlastjörnurnar á sínum snærum um tíma. Nú er hins vegar búið að loka vefsíðu og Facebook-síðu Eylenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla