fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
Fókus

Fyrirtæki Tönju Ýrar gjaldþrota

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 08:30

Tanja Ýr er áhrifavaldur Skjáskot/YouTube @tanjayr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Social Kaktus ehf. hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta, en fyrirtækið er í eigu fegurðardrottningarinnar og samfélagsmiðlastjörnunnar Tönju Ýrar Ástþórsdóttur og Maríu Hólmgrímsdóttur. Tanja á fimmtíu prósenta hlut í fyrirtækinu og María hin fimmtíu prósentin. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Fyrirtækið Social Kaktus var stofnað af þeim Tönju og Maríu í janúar í fyrra samkvæmt fyrirtækjaskrá. Þær tvær eru báðar prókúruhafar í félaginu og sitja í stjórn ásamt maka Maríu, Pálma Hrafni Tryggvasyni, sem er varamaður í stjórn. María hefur farið með framkvæmdastjórn félagsins.

Meðal þess reksturs sem heyrði undir Social Kaktus ehf. var skartgripaverslunin Bossbabe.is sem DV fjallaði um fyrr á árinu, en hefur nú verið lokað. Á síðunni Bossbabe.is var hægt að finna ýmiss konar skartgripi og glingur, en sams konar skartgripi fann DV á erlendum vefverslunum, svo sem Aliexpress, á margfalt lægra verði. Þá var það einnig fréttnæmt að Tanja auglýsti Bossbabe grimmt á sínum samfélagsmiðlum án þess að taka fram að hún ætti helmingshlut í versluninni.

Sjá einnig: Tanja Ýr opnar sig um glingrið frá Kína: „Ég styð ekki fréttamennsku“

Tanja og María rötuðu í fréttirnar árið 2016 tengt öðru viðskiptaævintýri þegar þær stofnuðu umboðsskrifstofuna Eylenda sem tengdi saman áhrifafólk á samfélagsmiðlum og fyrirtæki. Fyrirtækið gekk vel og var með margar áhrifamestu samfélagsmiðlastjörnurnar á sínum snærum um tíma. Nú er hins vegar búið að loka vefsíðu og Facebook-síðu Eylenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 3 dögum

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi

Vonarstjörnur Íslands í kvikmyndum og sjónvarpi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur

Svona færðu mest fyrir peninginn á pöbbaröltinu í borginni – Bjór á 600 krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda

Manúela krækti í kvikmyndaframleiðanda
Fókus
Fyrir 6 dögum

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“

Illverk vekja áhuga fólks – „Jeffrey Dahmer er uppáhalds morðinginn minn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum

Valgeir bjargaði lífi föður síns en tókst ekki að bjarga bróður sínum
Fókus
Fyrir 1 viku

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“

Sigurður Páll lýsir strangri sóttkví í Rúmeníu: „Eins og í gamalli rússneskri njósnamynd“
Fókus
Fyrir 1 viku

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum

Drepfyndinn hrekkur fer eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum