fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Landhelgisgæslan sendi út þyrlu til að bjarga bangsa

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 10. október 2019 17:01

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landhelgisgæslan tók þátt í skemmtilegu og öðruvísi verkefni fyrr í dag. Þetta kemur fram í Facebook færslu Landhelgisgæslunnar.

Áhöfnin á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, kom bangsanum Blæ til bjargar og fluttu hann á leikskólann Laut í Grindavík. Á leikskólanum biðu hans leikskólabörn sem voru búin að fræðast um raunir Blæs en hann lenti í háska á leið sinni til Grindavíkur frá Ástralíu. 

„Um er að ræða verkefni sem Barnaheill stendur fyrir en bangsanum er ætlað að kenna börnunum vináttu og virðingu. Það var ekki annað að sjá en að leikskólabörnin og starfsmenn leikskólans væru himinlifandi með heimsóknina. Blær fékk plástur hjá áhöfninni á leiðinni og hlaut höfðinglegar móttökur við komuna til Grindavíkur.“

Áhöfnin á þyrlunni bar bangsann á börum inn á leikskólalóðina en þá fengu börnin að skoða þyrluna og búnaðinn í henni áður en hún flaug aftur til Reykjavíkur. Í áhöfn þyrlunnar voru þeir Walter Ehrat, flugstjóri, Andri Jóhannesson, flugmaður, Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður og Tómas Vilhjálmsson, spilmaður.

Facebook færslu Landhelgisgæslunnar má sjá í heild sinni hér fyrir neðan ásamt myndum frá verkefninu.

https://www.facebook.com/permalink.php?story_fbid=2844634665558015&id=377056962315810

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart