fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Óskar Vídalín valinn Mosfellingur ársins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 10. janúar 2019 14:00

Óskar Vídalín tekur við viðurkenningunni úr höndum Hilmars Gunnarssonar ritstjóra Mosfellings. Mynd: Raggi Óla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Vídalín hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2018. Hann hefur ásamt öflugum hópi stofnað Minningarsjóð Einars Darra og hrint að stað þjóðarátakinu „Ég á bara eitt líf.“ Óskar missti 18 ára gamlan son sinn Einar Darra í maí 2018 eftir neyslu lyfseðilsskyldra lyfja.

 

„Ég er ótrúlega þakklátur og tek á móti þessari viðurkenningu fyrir hönd okkar allra sem standa að Minningarsjóðnum. Við höfum fengið frábærar móttökur alls staðar, finnum fyrir miklum stuðningi og fyrir það erum við gríðarlega þakklát,“ segir Óskar í viðtali í Mosfellingi.

 

Það eru foreldrar og systur Einars Darra, þau Óskar Vídalín, Bára Tómasdóttir, Andrea Ýr og Aníta Rún sem eru forsvarsmenn Minningarsjóðsins.

Óskar Vídalín

 

„Við ákváðum fljótlega eftir fráfall Einars Darra, þegar við áttuðum okkur á hve neysla lyfseðilskyldra lyfja væri stórt vandamál meðal ungmenna, að stofna minningarsjóð í hans nafni. Við vildum nálgast þetta verkefni í kærleika því það er í anda Einars Darra. Markmiðið er að opna umræðuna og vekja athygli á vandamálinu því við uppgötvuðum hvað við vissum lítið og hvað þetta kom okkur mikið á óvart.“

 

Vakin hefur verið athygli á málstaðnum með bleikum armböndum, hettupeysum, húfum og fleiru. „Við vorum áberandi á útihátíðum og öðrum viðburðum í sumar. Við völdum bleika litinn af því að það var uppáhalds liturinn hans Einars Darra,“ segir Óskar.

 

Minningarsjóðurinn var fyrst og fremst stofnaður með forvarnarfræðslu í huga og hefst sú fræðsla í grunnskólum í febrúar. Þá er verið að skipuleggja þjóðfund unga fólksins í vor og er markmiðið að fá ungt fólk alls staðar að af landinu til að taka þátt í umræðum og lausnum á þeim vandamálum sem það stendur frammi fyrir eins og kvíða, vanlíðan og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“

Signý brenndist illa tveggja ára gömul: „Það var eins og í martröð“
Fókus
Í gær

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja

Sjónvarpsmamma missti 135 kíló: Handtekin fyrir vörslu eiturlyfja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina

Hlustaðu á lagið sem komst ekki í Söngvakeppnina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun

Paris Jackson á spítala eftir sjálfsvígstilraun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“

Yfirheyrslan – Sigurður Þ. Ragnarsson: „Ég get orðið fjári reiður ef mér misbýður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra

5 sem hefðu getað tekið við sem dómsmálaráðherra