fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Hræðir börnin með Ingva Hrafni: „Nei ekki hann, hrópaði barnið“

Fókus
Þriðjudaginn 24. september 2019 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnanda Sósíalistaflokksins, segist fagna tilkomu Ísflix Ingva Hrafns Jónsson, þó ekki í hefðbundnum skilningi. Hann segist hafa notað þætti hans á ÍNN sem nokkurs konar Grýlu.

„Þessu fagna ég. Ingvi Hrafn hefur nefnilega aðstoðað mig við barnauppeldið. Þegar Sóley var lítil og þráaðist við að fara að sofa, tannbursta sig eða gera það sem henni bar dugði mér að segja: Viltu að ég kveiki á Ingva Hrafni? Nei ekki hann, hrópaði barnið, burstaði tennurnar, stökk upp í rúm, breiddi ofan á sig og sagðist tilbúið í sögu, helst Bangsímon, kaflann um sporin. Vonandi nýtist þetta Ísflix til að koma afabörnunum í bólið í framtíðinni,“ lýsir Gunnar Smári.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Ingvi Hrafn hygðist koma á fót nýrri efnisveitu þar sem „borgaralegt“ efni verður fyrirferðarmikið. Ingvi nefnir sem dæmi heimildarþáttaröð úr smiðju Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og hlaðvarp á vegum ungra Sjálfstæðismanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!

Hversu vel þekkir þú þessi íslensku orð? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin

Bókaspjall: Lifi fjölbreytnin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“

„Móðurafi minn sem var kennari kenndi mér að lesa þegar ég var fimm ára og eftir það var ég ekki öðrum háð um lestur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum