fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ashton Kutcher ber vitni gegn raðmorðingja sem á að hafa myrt fyrrverandi kærustu hans

Fókus
Föstudaginn 3. maí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gert er ráð fyrir að Ashton Kutcher beri vitni í réttarhöldum yfir Michael Gargiulo, betur þekktur sem „Hollywood Ripper.“  E! News greinir frá. Michael Gargiulo, 43 ára, er sakaður um að hafa myrt Ashley Ellerin, 22 ára, árið 2001, sem átti þá í sambandi við Ashton Kutcher.

Ashton er mikilvægt vitni í málinu gegn Gargiulo, sem er kærður í Los Angeles héraði fyrir tvö morð og eina tilraun til morðs. Vitnisburður Ashton gæti hjálpað að staðfesta tímalínu atburðarásarinnar sem endaði með að Ashley var stungin 47 sinnum.

Í lögregluskýrslu sem var tekin á þeim tíma sagði Ashton Kutcher að kvöldið sem Ashley Ellerin dó ætluðu þau að hittast og fara saman í eftirpartí fyrir Grammy verðlaunahátíðina árið 2001.

Margir fjölmiðlar greindu frá því að leikarinn hafi farið í partí fyrir verðlaunahátíðina en hafi ekki boðið Ashley, en þau höfðu aðeins verið saman í stutta stund.

Í skýrslunni sagðist Ashton hafa margsinnis hringt í Ashley en hún hafi ekki svarað. Fyrst þau höfðu ákveðið að fara saman í partí ákvað hann að fara heim til hennar í Hollywood til að sjá hvort hún væri heima. Hins vegar þegar hann kom fyrir utan íbúð hennar og bankaði, kom enginn til dyra. Hann segist hafa kíkt inn um gluggann og séð rauðan poll, sem hann hélt að væri vín, en seinna kom í ljós að þetta hafi verið blóð Ashley.

Ashton segir að hann hafi þá yfirgefið íbúðarhúsið, þrátt fyrir að hafa séð bíl hennar í heimkeyrslunni. Meðleigjandi Ashley fann lík hennar daginn eftir.

Það tók sjö ár fyrir lögregluna til að ráða úr morði Ashley. Rannsóknarlögreglumönnum tókst að tengja dauða hennar við morð Mariu Bruno, 32 ára, og morðtilraun á Michelle Murphy árið 2008.

Það var morðtilraunin á Michelle Murphy sem leiddi rannsóknarmenn til Michael Garigulo. Garigulo á að hafa brotist inn til Michelle þar sem hún svaf. Hann klifraði ofan á hana og byrjaði að stinga hana. Michelle tókst að sparka honum af sér og skar hann sig í kjölfarið. Hann flúði en skildi eftir sig blóð sem lögreglan tengdi við hann.

Lögfræðingar Michael Garigulo segja að hann neiti allri sök í morðunum og „þó svo að hann hafi búið nálægt öllum fórnarlömbunum gerir hann ekki sekan.“

Eftir réttarhöldin mun Garigulo vera sendur til Illinois þar sem hann er kærður fyrir að myrða sitt fyrsta meinta fórnarlamb, Triciu Pacaccio

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir