fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Hinsta ósk Gulla Falk orðin að veruleika

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 8. apríl 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Auðunn Falk, gítarleikari og tónlistarmaður, lést 29. júní 2017 eftir erfiða baráttu við krabbamein, hann var 57 ára. Gulli var þekktur gítarleikari og lagahöfundur og hafði starfað með fjölda tónlistarmanna um árabil.

Gulli hafði unnið að diskinum Kaffi Ole fyrir andlát sitt og var það hans hinsta ósk að diskurinn yrði kláraður og gefinn út eftir andlát hans. Og nú er diskurinn orðinn að veruleika, hann inniheldur 13 lög eftir Gulla með textum Gísla Brynjars.

„Geggjað efni og með því betra sem pabbi hefur samið, blanda af blúsrokki og melódískum lögum þar sem kassagítarinn nýtur sín. Plata sem hann vann að fram á síðustu stundu, hans eina ósk var að platan yrði gefin út. Við erum öll mjög stolt af afrekinu og ég veit að það er hann líka,“ segir Árni Hrafn Falk, sonur Gulla.

Að disknum kemur fjöldinn allur af tónlistarmönnum, listamönnum og fleirum. „Við ættingjar Gulla viljum þakka þeim fyrir þeirra framlag til að gera diskinn að veruleika,“ segir Árni Hrafn, en diskinn má kaupa hjá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Í gær

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“

Netverjar vilja vita hvað er í gangi með leikkonurnar í Wicked – „Þetta er meðvirknissamband“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló

Ótrúleg breyting á systrunum – Hafa misst samtals um 300 kíló
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“

Fékk hugljómun þegar hún veiktist: „Að ég yrði að fara að gera eitthvað annað því ég myndi ekki lifa áfram svona“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun