fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Var vart hugað líf: Fimmtán árum síðar gerir hún upp erfiðleikana

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 22. mars 2019 14:00

Jackie hefur gengið í gegnum margt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jackie Cruz, sem er hvað þekktust fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Orange is the New Black, gaf nýverið út sitt fyrsta lag sem heitir Melly 16. Jackie hefur verið að vinna í laginu í fimmtán ár og hefur notað tónlistina til að takast á við eftirköst bílslyss sem dró hana næstum því til dauða.

„Mig hefur langað að deila þessu lengi,“ segir Jackie í viðtali við People. „En ég hef haldið því að mér því það er sérstakt og það þurfti að vera fullkomið.“

Jackie í hlutverki sínu í Orange is the New Black.

„Ég var þunglynd og reyndi að drepa mig“

Jackie lenti í alvarlegu bílslysi þegar hún var sautján ára og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð.

„Það þurfti að raka allt hár af hausnum. Ég var með marið nýra, samfallið lunga og tvo brotna hryggjaliði. Þannig að augun mín voru skökk og andlitið var skakkt. Ég gat ekki brosað,“ segir Jackie. Læknar töldu ekki líklegt að hún myndi vakna eftir aðgerðina og var henni haldið í 72 klukkustunda dái. Hún vaknaði tveimur vikum síðar.

„Það var ógnvekjandi að horfa á sjálfa mig í spegli og þekkja ekki sjálfa mig. Mig langaði að fremja sjálfsvíg stanslaust því mig langaði bara að vera leik- eða söngkona. Ég ólst upp við að horfa á fallegt fólk í sjónvarpinu og mér fannst það vera mín hilla. Ég leit ekki út eins og ég lengur. Ég vissi ekki hver ég var. Ég var þunglynd og reyndi að drepa mig oft með pillum.“

Lítil stúlka bjargaði henni

Eftir sjö mánaða endurhæfingu lærði Jackie að elska sig aftur með hjálp sérstakrar vinkonu, hennar Melly.

„Það var lítil stúlka á spítalanum. Hún var tíu ára gömul. Hún á aldrei eftir að ganga aftur en hún er sterk og hamingjusöm og hún heimsótti mig oft en ég tók ekki eftir henni,“ segir Jackie. „Síðan spjölluðu við saman og hún sagði mér að ég væri falleg. Hún kenndi mér að fegurð kemur ávallt að innan. Hún felst í því hvernig þú kemur fram við fólk, hvernig þú ert og hún sá það. Hún sá styrkinn innra með mér. Hún sá fegurð í mér án þess að horfa bara á yfirborðið.“

Jackie segir stundirnar með Melly hafa breytt lífi sínu.

„Ég get sýnt þessa sögu í gegnum tónlist. Það er besta leiðin því ég set allar mínar tilfinningar í eitt lag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“