fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fókus

Gísli safnar fyrir Krabbameinsfélagið – Vinnufélagar ráða mottunni

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. mars 2019 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Álfgeirsson hefur í 18 mánuði safnað hári til hárkollugerðar fyrir börn með krabbamein. Ástæða söfnunarinnar er persónuleg, en eiginkona Gísla, Olga Steinunn hefur barist við krabbamein undanfarin sex ár. Samhliða hárinu hefur Gísli safnað skeggi og ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og taka líka þátt í Mottumars. Stefnir hann á að safna einni milljón til styrktar Krabbameinsfélaginu og fær hæstbjóðandi að ákveða hvernig mottu hann mun bera út mánuðinn.

Hjónin Gísli og Olga

Seinni partinn í gær, fimmtudaginn 14. mars, höfðu safnast 590 þúsund krónur og var hæsta boð frá vinnufélögum Gísla á Lagna- og loftræsti sviði Mannvits með 142 þúsund krónur.

Í dag, föstudaginn 15. mars klukkan 8.00 mun Nonni Quest raka hárið af Gísla og skilja eftir mottu í beinni útsendingu á K100.

Nonni Quest

Sjá einnig: Gísli safnar hári fyrir börn með krabbamein – Hæstbjóðandi fær að ráða mottunni í mars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit

Villi naglbítur sýnir gjörbreytt útlit
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?

Hvað varð um tvíburasysturnar í Playboy-höllinni eftir áralöngu martröðina?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“