fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Gísli safnar hári fyrir börn með krabbamein – Hæstbjóðandi fær að ráða mottunni í mars

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Álfgeirsson tók þá ákvörðun fyrir rúmlega einu og hálfu ári síðan að safna hári sínu til hárkollugerðar fyrir börn með krabbamein. Ástæða ákvörðunarinnar er vegna þess hve málið er honum skylt og ofarlega í huga en eiginkona Gísla, Olga Steinunn hefur barist við krabbamein undanfarin sex ár.

„Fyrir ca 18 mánuðum tók ég þá ákvörðun að safna hári. En þar sem að ég vissi að ég hefði ekki þolinmæðina í það, ákvað ég að gera það með þeim formerkjum að ég myndi gefa það í hárkollugerð í lokin. En ég vissi ekki þá að hárið ætti að vera minnst 17cm langt. Þannig að þetta hefur tekið vel á þolinmæðina.“

Hjónin Gísli og Olga

Ljósið og Kraftur hefur hjálpað fjölskyldunni í gegnum mikla erfiðleika

Ákvað Gísli að nýta tækifærið til þess að safna pening fyrir Krabbameinsfélagið en bæði Ljósið og Kraftur hefur hjálpað fjölskyldunni gríðarlega í gegnum þá erfiðleika sem þau hafa þurft að takast á við.

„Maður byrjar að hugsa aðeins öðruvísi þegar svona kemur upp. Ef maður getur gert eitthvað til þess að láta gott af sér leiða þá gerir maður það. Ég er nú ekki að gera mikið og við höfum fengið mikinn stuðning hjá Ljósinu og Krafti,“ segir Gísli í samtali við DV.

Síðustu sex ár í lífi þeirra hjóna hefur Olga gengið undir krabbameinsmeðferðir og eins og gefur að skilja hefur það tekið mikið á alla fjölskylduna en saman eiga þau þrjú börn. Bera þau stórar þakkir til Krabbameinsfélagsins sem hefur aðstoðað fjölskylduna mikið.

Í samtali við DV segist Gísli alltaf hafa verið með mjög stutt hár og hvatning hans til þess að halda áfram að safna hafi verið sú að geta gefið hárið til hárkollugerðar.

„Minnsta lengdin eru 17 sentimetrar og það eru komnir um 22 sentimetrar núna. Hárkollurnar eru ekki gerðar á Íslandi, ég sendi hárið til Bretlands og þar eru framleiddar hárkollur fyrir börn.“

Hæstbjóðandi fær að ráða mottunni sem Gísli ber í mars

Samhliða hárinu hefur Gísli leyft skeggi sínu að vaxa og ákvað hann því að slá tvær flugur í einu höggi og taka einnig þátt í mottumars. Þann 15. mars ætlar hann að raka allt hárið af höfði sínu og láta raka á sig mottu. Vonast hann til þess að geta safnað sem mestum pening fyrir Krabbameinsfélagið og bíður hann hæstbjóðanda að ákveða hvernig mottu hann mun bera út mánuðinn.

„Núna á degi mottumars þann 15. mars ætla ég að klippa hárið og taka þátt í mottumars. Mér þætti vænt um ef þið sæjuð ykkur fært um að hjálpa mér við að safna fyrir þessu þarfa málefni. Til þess að gera þetta pínu skemmtilegra ætla ég að leyfa þeim sem gefur mest að ákveða hvaða mottu ég mun bera restina af mánuðinum. Verður það Tom Selleck, Freddie Mercury eða Japansli Sensai mottan? Valið er óendanlegt. Sá sem býður best fær að ákveða hvernig mottan verður. Síðan verð ég þannig restina af mánuðinum. Þetta verður allavegana dýrasta motta bæjarins og ég þarf líka að halda þessu snyrtilegu.“

Að lokum hvetur Gísli bæði fyrirtæki sem og einstaklinga til þess að taka þátt með því að leggja inn á reikning Krabbameinsfélagsins og merkja nafn hans sem skýringu fyrir innlögn. Hæstbjóðandi fær svo að ákveða mottu Gísla þann 15. mars næstkomandi.

Hér er reikningur Krabbameinsfélagsins:
Kt. 700169-2789
Rkn. 0301-26-000828
Setjið skýringu á millifærsluna: Gísli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“