Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson er ókrýndur öskudagsmeistari, eftir að fréttir gærkvöldsins sýndu nákvæmlega hvernig hann er búinn að vera að dunda sér við að gera Hatara búning fyrir son sinn, Stefán Hauk Jóhannesson.
Stefán Haukur litli bregður sér í hlutverk Einars Stefánssonar, svokallaðs gimps í Hatara í tilefni dagsins. Einar tók í gær skjáskot af Stefáni Hauki í kvöldfréttum RÚV og setti sem „cover“ mynd á Facebook hjá sér. Jóhannes Haukur deildi myndinni og sturlaðri tilviljun sem gerir þennan öskudagsbúning enn þá magnaðri.
„Sonur minn á einn alnafna á landinu. Sá ku einmitt vera faðir hins raunverulega trommugimps Hatara!!! Sturluð tilviljun,“ skrifar Jóhannes.
Þar höfum við það.