fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Nathalia kom Rúrik skemmtilega á óvart á afmælisdaginn: „Ég elska þig“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 26. febrúar 2019 09:00

Rúrik og Nathalia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukappinn Rúrik Gíslason fagnaði 31 árs afmæli sínu í gær, en kærasta hans, brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani kom honum skemmtilega á óvart.

Rúrik birti mynd í sögu sinni á Instagram í gær þar sem hann þakkaði Nathaliu og tónlistarmanninum Sverri Bergmann fyrir að gera afmælisdaginn sinn einstaklega sérstakan. Á myndinni sjást hvítar rósir, mynd af Elvis, afmælisterta með kertum og blöðrur með upphafsstöfum kappans.

Góður afmælisdagur.

Ef það var ekki nóg þá sendi Nathalia honum einnig fallega kveðju á Instagram þar sem hún spreytti sig á islensku meira að segja.

„Hamingjuóskir til þessarar fallegu sálar sem ég nýt blessunar að hafa í mínu lífi. Þú ert allt sem ég vildi í karlmanni. Hreinskilinn, góður, auðmjúkur og alltaf til staðar, alltaf til í að hafa gaman, yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst í lífi mínu. Takk fyrir að vera svona frábær. Njóttu dagsins,“ skrifaði Nathalia á ensku og bætti síðan við á okkar ástkæra ylhýra:

„Ég elska þig.“

https://www.instagram.com/p/BuTceQNAulg/

Þá birti hún einnig mynd af Rúriki á sögu sinni á Instagram og við hana stóð dagsetningin 25. nóvember árið 2018 og:

„Hugsa til helgarinnar sem breytti öllu.“

Helgin sem breytti öllu.

Hvort þetta sé vísan í helgina þar sem þau Rúrik og Nathalia byrjuðu að stinga saman nefjum er óljóst, en DV komst fyrst á snoðir um samband þeirra í lok síðasta árs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Í gær

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“