fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Fókus

Ragga nagli – „Mikilvægast að hlusta á líkamann og heiðra merki hans um svengd og seddu“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira.

Föstur eru vinsælli en kóksjálfsali í Sahara um þessar mundir
Þú ert ekki gjaldgengur sem homo sapiens nema ræða garnagaul í mötuneytinu yfir laxabollum með veganmæjó og appelsínukúskús.

„Ég er búinn að missa sjö kíló,“ segir Jonni bókari.

„Tíu kíló hérna megin,“ segir Gunna á símanum.

„Ég sef betur og húðin er allt önnur,“ segir Haffi bílstjóri.

Þeir sem grúska í föstufræðunum eru sammála um að aðalstyrkurinn liggur í sálfræðiþættinum.

Föstur segja þér HVENÆR þú átt að borða.

Föstur skipta sér hins vegar ekkert af því HVAÐ eða HVERSU MIKIÐ þú skalt borða.

Fyrir marga er það mun meira valdeflandi en að fá máltíðaplan með örfáum ríkismatvælum og útreiknuðum grömmum.
Valfrelsi á diskinn er lykilatriði þegar kemur að því að halda sig við planið.

Nema þú hafir búið í gjótu í Ódáðahrauni veistu hvað er hollt og hvað er ekki hollt.
Svo þú getur verið vegan eða skepnuslafrari. Ketókall eða pastaperri.
Paleó eða Miðjarðarhafsmataræði.

Færri máltíðir yfir daginn krefjast minni skipulagningar sem þýðir minni streitu og frelsar hugarorku um hvað skuli borða næst.
Að skipuleggja sex máltíðir á dag, pakka í nestisbox, drattast með kælitösku í Kringluna, éta möndlur og hálft epli inni á klósetti á fundi er yfirþyrmandi fyrir suma og getur reynst jafn yfirþyrmandi og flókið og að skipuleggja friðarfund í Sameinuðu þjóðunum.

Fyrir þetta fólk eru tvær til þrjár máltíðir á dag eins og að tína fífla úti á túni í sólskini í júlímánuði.

Stærri og færri máltíðir fullnægja okkur betur en margar smærri yfir daginn. Rannsóknir sýna að máltíðir þurfa að vera 400 kcal eða stærri fyrir marktæka losun á sedduhormóninu leptín og við finnum fyrir seddu.

Rannsóknir sýna líka að fólk er líklegra að halda sig við mataræðið ef stærstu máltíðirnar eru síðar um daginn. Því það er jú rík hefð að borða kvöldmat saman.

En föstur henta ekki öllum.
Sumum líður mjög illa að fasta. Fá hausverk og svima. Lágan blóðsykur og orkuleysi.

Sumir fá þráhyggjuhugsanir um mat og borða hnetusmjör beint upp úr dollunni með matskeið þegar klukkan loksins leyfir máltíð.
Tæta örvæntingarfullt upp heilan kexpakka án þess að taka umbúðirnar almennilega frá áður. Kjamsa jafnvel á álpappír og er alveg sama.

Það er enginn ósigur. Það er bara ein aðferð sem virkar ekki fyrir þig og þú getur strikað út af listanum

Það er mikilvægast að hlusta á líkamann og heiðra merki hans um svengd og seddu og læra að borða eftir eðlishvöt.
Það eru fjölmargar leiðir til að flá kött. Eins eru fjölmargar leiðir til að gúlla snæðinga.

Finndu þá leið sem hentar þér og þú getur hugsað þér að nota alla ævi.
Það er eina leiðin sem hentar þér.

Facebooksíða Röggu nagla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fastir pennarFókus
Fyrir 2 dögum

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy

Grunsamlegur dauðdagi Brittany Murphy
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil

Bólulæknirinn fjarlægir svakalegan fílapensil
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær

Lúxusafmælisveislur áhrifavalda – Sólrún Diego og Tinna Bk fögnuðu með glæsibrag í gær
Fókus
Fyrir 3 dögum

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“

Endurnýtir túrtappana sína – „Mér fannst þetta líka smá ógeðslegt fyrst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“

Jóhannes Haukur borðaði þrírétta máltíð með einni frægustu leikkonu heims – „Við vorum tvö ein mætt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“

„Ég var að ræna mig sjálfa drauma tækifæri vegna hræðslu við fordóma frá öðrum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“

Vikan á Instagram: „Þetta ár fer í að njóta tvöfalt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni

Hannes birtir einstakar myndir af Davíð Oddssyni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur

Feminísk kvikmyndahátíð – Meðal annars stuttmynd úr undirheimum Reykjavíkur