fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fókus

Sveppi missti bróður sinn: „Þetta var hræðilegt og truflar mig enn þann dag í dag“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er svo erfitt að díla við fólk sem hefur misst einhvern eða gengið í gegnum einhverja lífsreynslu sem þú hefur ekki sjálfur gengið í gegnum. Þú veist ekki alveg hvernig á að höndla þær samræður,“ segir skemmtikrafturinn Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, en hann var gestur í hlaðvarpsþættinum Millivegurinn. Þátturinn er í umsjón Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Bergsveins Ólafssonar og ræddi Sveppi þar daginn og veginn.

Sjá einnig: Sveppi hitti Mourinho og upplifunin var ‘hræðileg’: ,,Ég hugsaði bara, hvað er að þessum gæja?“

Aðspurður hvort hann hafi gengið í gegnum erfiði svarar hann því játandi og rifjar upp erfiða minningu í tengslum við bróður sinn, Friðþjóf Inga, en þetta var þann 9. júlí árið 1984: „Bróðir minn drukknaði þegar ég var sjö ára, en hann var níu ára“ segir Sveppi.
„Þetta var hræðilegt og truflar mig enn þann dag í dag, rúmum þrjátíu árum seinna.“

Þeir bræður bjuggu í Bakkahverfinu í Breiðholti á þessum tíma. Atvikið átti sér stað þegar þeir voru á sumarnámskeiði. Sveppi segir:

„Það var þarna tuttugu stiga hiti og við vorum í Elliðaárdal, en hann skiptist í litlu Elliðaánna, stóru Elliðaánna og indjánagilið á milli. Við fórum út í stóru ánna, við tveir og einn annar strákur, og vorum að henda priki í ánna, eins og allir gera. Svo festist prikið í einhverjum kletti og bróðir minn fer að teygja sig í klettinn og hvolfir yfir sig og bara hvarf. Við hlupum til baka og sögðum fólkinu frá þessu og þá upphófst eitthvað mesta „panikk“ sem ég hef orðið vitni af í lífinu.“

Að sögn Sveppa hefur hann tekist á við þessa minningu með „ákveðnu jafnaðargeði.“ Hann segir það ekki trufla sig að ræða atvikið eða fara í göngutúr í Elliðaárdalnum. „Þetta er bara eitthvað sem maður dílar sjálfur við í sínu hjarta og hugsar stundum um,“ bætir hann við.

Sveppi segist enn leyfa sér að gráta yfir minningunni við sína nánustu en reynir að geta hlegið á sama tíma. Hann telur líklegt að reynslan styrkt sig þegar öllu er á botninn hvolft.

Þáttinn í heild sinni má sjá að neðan. Frásögn Sveppa af bróður sínum hefst á 1:42:57.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?

Rak starfsmann sem hafði þetta að segja um eiginmann hennar: Var hún að ljúga eða afhjúpa sannleikann?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök

Ætlarðu að taka mataræðið í gegn í janúar? Passaðu þig að gera ekki þessi mistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?

Könnun: Hvernig fannst þér Skaupið?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hér eru átta áramótaheit sem þú ættir að forðast

Hér eru átta áramótaheit sem þú ættir að forðast