

Kokkurinn Magnús Ingi Magnússon, betur þekktur sem Texas Maggi, er þekktur fyrir líflega framkomu. Magnús var lengi með sjónvarpsþátt á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Hérna eru þrjú drepfyndin myndbönd sem sýna bráðfyndin viðtöl Magnúsar, þar af eitt fágætt sem hefur hingað til ekki verið í dreifingu.
Þetta myndband hafa sennilega flestir séð en þar ræðir Maggi við gúmmítrésbændur. Maggi notar íslensku og ensku til skiptist og segir hann meðal annars: „This is your brother… and he take care of the gúmmítré.“
Árið 2016 vakti Twitter-notandinn @olitje athygli á viðtali Magga við Einar Gauta Helgason, kokk á Bautanum á Akureyri. Einar Gautur er ættleiddur frá Indlandi og sló það Magga út af laginu.
þetta. er. svo. erfitt. pic.twitter.com/UtuF41AQRX
— Olé! (@olitje) November 22, 2016
Hörður Tulinius deildi í gær myndbandi á Twitter af viðtali Magga sem hingað til hefur ekki sést víða, í það minnsta utan sýningu á ÍNN. Þar ræðir Maggi um eðli og lit gulróta.
Þetta viðtal er GOAT. #gulrótin pic.twitter.com/8oeQut1ZfI
— Hörður Tulinius (@HordurTulinius) October 31, 2018