fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Elín Kára – „Leyfum okkur að dreyma“

Elín Kára
Föstudaginn 26. október 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn dreyma um heima og geima, þar sem þau geta allt og allir vegir eru þeim færir. Börn segja öllum sem vilja heyra hvað þau ætla að verða. Þau ætla að vera allt mögulegt, allt er svo stórt og þau eru sko best í heimi. Ég brosi alltaf út að eyrum þegar ég hlusta á barn segja frá draumunum sínum og þeirri ofurtrú sem þau hafa á sjálfum sér. Þau geta allt sem þeim langar til að verða í lífinu.

Svo verða börnin aðeins eldri. Þá tekur sumt fullorðið fólk sig til (sem er búið að gefast upp á sínum eigin draumum og löngu hætt að leyfa sér að dreyma) og leyfir sér að drepa niður drauma hjá börnum. Segja að þau skuli hætta þessum barnaskap, þau þurfi að fara vera raunsæ og sumir meira að segja leyfa sér að segja: „þú getur það ekki.“

Ég spyr, hvað vakir fyrir þessu fólki?

Þeir sem ná langt í lífinu láta sig dreyma um fáranlegustu og ómögulegustu hluti. Hverjum hefði dottið í hug að hægt væri að tala saman í gegnum internetið við einhvern sem er staddur hinu megin á hnettinum? Hverjum hefði grunað að hægt væri að fljúga einhverju sem kallast flugvél? Hverjum hefði grunað að hægt væri að keyra bíl? Svona er endalaust hægt að halda áfram.

Martin L. King hélt eina af flottustu ræðum 20. aldarinnar sem bar heitið „I have a dream“. Draumurinn hans var svo fjarlægur honum en hann hafði samt trú á því að hlutirnir og hugarfarið gæti breyst. Draumur hans varð að veruleika, en það má ekki missa sjónar af þeim draumi, við þurfum öll að hjálpast að og viðhalda honum.

Prófaðu að sleppa af þér takinu og láttu þér dreyma.

Dreyma um hluti sem þig raunverulega langar í en ekki það sem er flott í dag.

Sumir dreyma um ástina, aðra um betri líðan. Sumir vilja hlaupa maraþon þegar aðrir vilja geta staðið upp hjálparlaust. Sumir vilja ferðast þegar aðrir vilja komast á strandveiðar. Sumir vilja verða auðugir á meðan aðrir vilja geta boðið fjölskyldunni að vera hjá sér yfir hátíðirnar. Sumir vilja hjálpa öðrum á meðan aðrir vilja finna upp á einhverju nýju.

Ímyndunaraflið er afl sem enginn ræður við, þetta er afl sem er óstöðvandi og á sér engin takmörk. Nýttu ímyndunaraflið þitt til að láta drauma þína rætast. Skrifaðu draumana niður á blað og teiknaðu þá líka. Með því að horfa á draumana sína á hverjum degi munt þú finna leiðir með einum eða öðrum hætti til að láta þá verða að veruleika með hjálp tímans.

Hvað viltu?

Með hverjum?

Hvað er að stoppa þig?

Finnum barnið í okkur – dreymum og teiknum!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Í gær

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta