fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Íris Rós: „Ferillinn er bara rétt að byrja“

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 7. október 2018 22:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er að vissu leyti að gera upp hluti úr fortíðinni með því að senda þessi lög frá mér núna,“ segir tónlistarkonan Íris Rós sem nýlega gaf út plötuna Forever undir listamannsnafninu Roza. Þessi stórefnilega tónlistarkona stundar nám í tónsmíðum við Listaháskólann auk þess að semja og koma fram.

„Ég samdi þessi lög og tók upp þegar ég stundaði tónlistarnám í Noregi. Ég hafði í raun bara leyft mínu nánasta fólki að heyra flest lögin en margir hafa hvatt mig til þess að gefa þessi lög út og leyfa fleirum að heyra. Lögin mynda eins konar heild, þau eru ferðlag persónu sem er að gera upp samband og ef textarnir eru skoðaðir þá sér maður þroskaferlið.“

Útgáfan markar kaflaskil hjá söngkonunni en hún hefur að undanförnu verið að prófa sig áfram með mismunandi tónlisterstefnur að eigin sögn.

 „Ég eiginlega varð að koma þessum lögum frá mér svo ég gæti hreinsað hugann og farið að vinna í nýju efni. Það eru fullt af nýjum lögum í vinnslu en þau verða í allt öðrum dúr og á íslensku. Ég er þessa dagana að vinna með fullt af frábæru ungu tónlistarfólki. Fljótlega mun ég gefa út nýtt lag og tónlistarmyndband sem verður nokkuð frábrugðið því sem ég hef áður sent frá mér. Ég er bara að stíga mín fyrstu skref og ferillinn er rétt að byrja. Mér finnst gaman að prófa mig áfram með mismunandi strauma og tónlistarstefnur til þess að finna mína rödd í tónlistinni og þroskast sem listakona. Ég heillast um þessar mundir mikið af melódískum djassi.“

Íris er 22 ára og stundar hún sem fyrr segir tónsmíðanám við Listaháskólann og er þar aðallega að fást við klassískar tónsmíðar. 

„Ég sem klassísk verk eins og kórverk, kvikmyndatónlist og sinfóníur undir mínu eigin nafni en ég nota nafnið Roza til þess að gefa út hefðbundnari lög sem liggja mér á hjarta hverju sinni. Á þessari plötu eru mörg stuðlög og ég hvet fólk til þess að hækka í græjunum og dansa.“

Það er nokkuð ljóst að Íris ætlar sér stóra hluti í tónlistinni og verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.

„Ég fæ vonandi tækifæri til þess að starfa á fjölbreyttum vettvangi við tónlistarsköpun í framtíðinni. Ég hef verið að taka að mér að koma fram í veislum og á viðburðum og það væri gaman að gera enn meira af því.“ segir Íris og brosir.

Hér má nálgast plötu Írisar á Spotify. 

Hér að neðan má sjá textamyndband við lagið It’s Over, sem er eitt af lögunum á plötunni:

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu