fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Séra Helgi játaði kynferðisbrot gegn Ingvari og tveimur öðrum – „Ég leit upp til hans sem barn og treysti“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 31. ágúst 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 játaði Helgi Hróbjartsson, prestur og trúboði, fyrir fagráði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferðisbrot gegn þremur ungum drengjum 25 árum áður. Brot Helga fólust annars vegar í kynferðislegu ofbeldi og hins vegar í kynferðislegri áreitni. Ingvar Valgeirsson er einn þeirra manna sem kærðu Helga og segist Ingvar ávallt hafa vonað að hann væri eina fórnarlamb Helga, en tíminn hafi leitt í ljós að drengirnir sem Helgi leitaði á voru mun fleiri. Ingvar segist vera gríðarlega heppinn að ekki hafi farið verr í hans tilviki.

Þetta er brot úr stærra viðtali í DV sem kom út í dag, föstudaginn 31. ágúst.

„Ég byrjaði í KFUM á Akureyri árið 1985, þegar ég var 13 ára gamall,“ segir Ingvar, sem starfar í dag sem tónlistarmaður og verslunarstjóri í Hljóð X og hljóðfæraversluninni Rín. „Þetta var yndislegt starf og þarna kynntist ég fjölda góðs fólks, og enn þann dag í dag höldum við gömlu KFUM-arnir óreglulegu sambandi. Þar eignaðist ég marga vini og kunningja sem ég mun eiga alla tíð, sumir þeirra hafa reynst mér gríðarlega vel eftir að þetta mál kom upp.“

Helgi Hróbjartsson er dásamaður af vnum og kunningjum í Morgunblaðinu. Hann viðurkenndi að vera barnaníðingur og að hafa brotið á þremur börnum.

„Hann kom frá Afríku með alveg magnaðar sögur, sem maður vissi svo sem ekki hvort voru sannar eða ekki,“ segir Ingvar, sem lýsir Helga sem góðum ræðumanni og lífsreyndum manni, en á þessum tíma var Helgi rúmlega fimmtugur.

„Þarna var ég lítill og óframfærinn og svona eftir á að hyggja kannski draumaskotmark fyrir níðinga. Helgi var mjög vinalegur við mig strax, og mér þótti það merkilegt að þessi maður sem var búinn að vera í sjónvarpi, útvarpi og blöðum, maður sem manni fannst frægur maður og mjög þekktur, skyldi hafa áhuga á að tala við mig.“

Lestu viðtalið í heild sinni í nýjasta DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni